5.2.15

Lokaorð

Gott kvöld elsku fólk.. 

Jæja fékk alveg rosaleg viðbrögð við síðustu bloggum og sérstaklega þessu síðasta!
Mjög gaman að sjá hvað fólk hefur um þetta að segja.

Sumum hlakkaði til að fylgjast með ferlinu í gegnum bloggið, öðrum fannst ég vera galin að byrja á þessu á meðan aðrir voru pínu forvitnir um þetta en þorðu ekki að prófa þetta. 

Nema nú hef ég fengið hin ýmsu skilaboð á facebook, bæði við pistlinum sem ég deildi þar með blogginu mínu og í skilaboðum. 

Það sem kom mér mest á óvart var hversu mikla skoðun fólk hafði á þessu.
Nú hef ég aldrei prófað þetta áður og leitaði mér ekki aðstoð hjá fagmanni heldur setti þetta upp sjálf. Ég var að borða hlutfallslega rétt en hvort ég hafi verið að gera þetta alveg 100% by the book er ég ekki viss um. En hvað með það, þetta var smá tilraunastarfsemi hjá mér... 

Í morgun leið mér svo skelfilega að ég ákvað samstundis að hlusta á líkaman og hætta þessu. Þetta væri klárlega ekki mataræði sem væri að fara að henta mér í miða við hvernig mér er búið að líða síðustu 3 daga... 

Nema fannst svo skemmtilegt að sjá muninn á því hvað fólk hafði að segja... Sumir hálfpartinn skömmuðu mig fyrir að fara á þetta fæði og sögðu mér bara að hætta þessari kúra vitleysu eins og ég stundaði þetta eitthvað eins og brjálæðingur... 
Á meðan aðrir vildu meina að þetta væri bara the shit og ætti að virka fyrir allt og alla og engin önnur aðferð væri til í heiminum... 

Nú vil ég samt benda fólki á að ég stunda ekki neina kúra af hinu og þessu. Ég hallast frekar á lífstíl sem ég get notast við og farið eftir um ókomna framtíð. En ég varð pínu forvitin og vildi prufa þetta. Eins og flestir vita stefni ég á einkaþjálfara námið og langaði bara að safna í reynslu bankann fyrir það. Geta ss sagt viðskiptavini mínu það að ég hafi prófað LKL og það hafi virkað eða ekki. Og það sem ég mun segja fólki er bara akkurat það sem gerðist. En svo veit ég ekki, eflaust öðlast ég meiri þekkingu á þessu í náminu og get þá ef til vill gert þetta betur. En efast þó stórlega um að ég muni prufa þetta aftur. 

En svo er líka annað sem mér finnst ágætt að benda á er að það sem hentar þér kæri lesandi gæti farið hræðilega í mig. 
Rétt eins það að sumir geta étið það sem þeir koma höndunum yfir án þess að bæta á sig grammi á meðan aðrir hreinlega fitna við það að horfa á óhollan mat.. 
Þannig ekki dæma það sem aðrir taka sér fyrir höndum því það hentar þér ekki. Sýndu frekar skilning og virðingu fyrir ákvörðunum annara :) 

Við erum öll svo misjöfn blessunarlega! Líkami okkar er mismunandi og við verðum bara að virða það og fara eftir því. 
Minn ákvað til dæmis í morgun að gjörsamlega mótmæla þessu mataræði á núll einni og ég sá engan tilgang í að pína mig á einhverju bara afþví hinir og þessir söluaðilar og aðrir segja að þetta sé bara það eina í heiminum sem virkar!

Ekki kaupa allt sem þér er selt því þó það henti næsta manni gæti þetta verið algjör vitleysa fyrir þig :) 

En ég fór ss í vinnu í dag og fór að borða kolvetni aftur og guð hvað mér leið strax mikið betur... 
Þannig nú veit ég þetta, er orðin reynslunni ríkari og ætla bara að halda mig við það sem hentar mínum líkama best og vinna mig í kringum það :) 

Góða nótt kæru lesendur, þar til næst! 




Carb Nite R.I.P :)

Góðan dag elsku lesendur :) 

Klukkan rétt að ganga 8 og ég var skriðin fram úr um 7 til að skella mér á æfingu. 
Hef alltaf verið morgun manneskja og elska að æfa á morgnanna! 
Nema hvað ég sit enn uppí rúmi á náttfötunum og sé alls ekki fram á að komast á æfingu þar sem mér líður hræðilega. 

Fann ekki fyrir neinu þegar ég vaknaði en um leið og ég stóð upp nötraði ég öll og skalf, hugsaði með mér að kaffibollinn lagar þetta.. tók púlsinn á mér yfir kaffibollanum og var hann 106 sem er full hátt fyrir manneskju í hvíld! 

Þannig nú hringsnýst hausinn á mér... er þetta mataræði að henta mér? Er eðlilegt að líða svona illa? Ég er búin að googla allt mögulegt og jújú, þetta á að vara í rúma viku... en samt ekki svona slæmt, bara smá hausverkur og smá slen
En þá spyr ég mig... er þetta þess virði??

Nú er ég í fínu formi og þarf í sjálfu sér ekki að grennast, eina sem ég hafði hugsað mér að missa á þessu mataræði er blessaða magafitan, það eina sem eftir er! En fyrst og fremst var það reynslan sem ég er að horfa í. 

Ef seinna meir kemur til mín viðskiptavinur og óskar þess að fara á LKL hjá mér vil ég geta haft reynsluna. Þess vegna er ég að prufa mig áfram í hinu og þessu og sjá hvað hitt og þetta hefur mismunandi áhrif á líkamann. 

Well Carb Nite er að hafa hræðileg áhrif á mig og mun ég alls ekki mæla með þessu mataræði sem einkaþjálfari. 
Mögulega er ég að gera þetta eitthvað vitlaust, en mér finnst það orðið mjög slæmt þegar ég þarf að fara að taka inn hinar og þessar töflur og alls konar duft því líkaminn er ekki að fá það sem honum vantar úr fæðunni (fyrir utan kolvetnin auðvitað) 

Var að lesa rétt í þessu um að gott væri að drekka heitt vatn með súputening til að fá salt í líkamann... oj!

Well lokaorð bara, ég er hætt! Eftir 3 daga er ég hætt og ætla að snúa mér aftur að því sem hentar mér og mínum líkama! 
Er ég að gefast upp of fljótt? Já algjörlega því þetta á að líða hjá, en ég mun aldrei láta líkama minn ganga í gegnum svona mikinn vanlíða fyrir líkamlegt útlit! 

Mun ég prófa þetta seinna meir? Ég ætla ekki að neita því, efast samt um það en þá mun ég bókað mál leita til einkaþjálfara um að setja upp plan fyrir mig með hárréttu plani! Þó ég hafi verið að borða rétt magn af fitu og próteini er greinilega eitthvað sem vantar hjá mér eða þá að líkami minn sé bara að bregðast svona hræðilega við þessu! Held samt að það fyrr nefnda eigi frekar við. 


Þannig kæri lesandi, ef þú varst spenntur að fylgjast með þessum mánuði hjá mér þá bið ég þig afsökunar. En aftur á móti ætla ég að snúa mér að nýju mataræði sem ég veit að fer vel í mig og mér líður vel á. En æfingarprógrammið ætla ég að halda mér við. Samblanda af HIIT (high intensity interval training) og lyftingum! 

Við fáum bara einn líkama, pössum hann vel. Komum vel fram við hann og lærum að hlusta á hann. Akkurat það sem ég ætla að gera núna! Líkamlegt útlit mitt er klárlega ekki mikilvægara en heilsa mín og líðan. Ég mun aldrei nokkurtíman láta mér líða illa fyrir útlitið :) 

Þar til síðar elsku þið! 



4.2.15

Carb Nite dagur 2!

Góða kvöldið elsku þið!

Jæja ég lofaði reglulegu updatei og hér kemur það!

Ákvað að taka smá forskot á sæluna og byrja fyrr á CN. Planið var að byrja á morgun en í staðinn byrjaði ég í gær! 

Ég er ekki alveg nógu heilluð að þessu þó stutt sé hjá mér! Mér líður djöfullega... ég er gjörsamlega út að aka og hef enga einbeitningu, hausverkirnir koma og fara og mér líður eins og ég sé með múrsteina í maganum!
Ég vissi af því að þetta mundi hafa áhrif á líkaman en ekki grunaði mig að vanlíðan yrði svona mikil! 

Nú reiknaði ég út hvað ég ætti að borða mikið magn af próteini og fitu í miða við þá þynd sem ég vil koma mér í. 
99 grömm af fitu og aðeins minna af próteini. Er reyndar svolítið ýkt í þessu og ætla að koma mér neðarlega á vigtinni en no worrís! Er klárlega ekki að fara að gera þetta að lífsstíl, bara smá tilraun hjá mér!

Ég er að fara mjög nákvæmt eftir þessu og notast við fitbook til að sjá magnið sem ég er að borða. Ætla að sýna ykkur gærdaginn hjá mér :) 


Byrjaði morguninn á kaffibolla með rjóma..
Ekki eins vont og ég átti von á haha :)
Fastaði í 3 tíma og fór á æfingu með kaffibolla 
í mallanum... sá stjörnur á æfingu.. 
en samkvæmt öllum á þetta að venjast!


Egg og beikon var svo í morgunmat, steikt
upp úr smjöri... feitt en gott samt sem áður! 
Klárlega skásta máltíðin mín :) 

Svo borðaði ég í millimál skinku rúllaða upp með 
sveppa smurosti á milli, gúrkubita og grænmetiss
sósu... ég gat ekki klárað það því þetta var án efa 
það ógeðslegasta sem ég hef smakkað!


Kvöldmaturinn saman stóð svo af kjúklingabringu,
steikum sveppum og zucchini. Allt steikt upp úr 
smjöri og bernais sósa með :) 
Ágætis kvöldmtur en mikið leið mér illa eftir þetta. 
Maginn þungur og mér leið eins og ég hafði étið
 5 hamborgara með tilheyrandi meðlæti =/ 


Kvöldsnarlið var svo avocado súkkulaði mús!
Hahah sorry en þetta var gjörsamlega óætt! 
Sjálf er ég lítið hrifin af avocado en hey, allt
sem blandað er í súkkulaði hlítur bara að vera gott!
En neiii get ekki sagt það, borðaði helminginn af
og lét svo gott heita og fór að sofa. 


Þetta var gærdagurinn hjá mér. Alls ekki ánægð með hann en dagurinn í dag var betri hvað varðar matinn :) 
En eins og ég sagði þá er þetta alls ekki að hafa góð áhrif á líkamann en ætla rétt að vona að þetta fari að breytast


En það á víst að gerast á þriðja degi að kolvetnin í líkamanum fara að minnka og því skiptir líkaminn yfir í Ketonis. Það hjálpar til dæmis við skyndiorku.
Á degi sex hafa kolvetnin svo alveg klárast og á því engin orka að koma lengur frá þeim og á ég þá að gera ráð fyrir að finna fyrir doða, sleni og þoku... 
En allt saman á það að vera eðlilegt því líkaminn hefur ekki notast við Keton sem orkugjafa síðan maður var lítill.. en lærir þó loks að fara að nota Keton sem orkugjafa... vúhú!

Mikið vona ég bara að þessi vanlíða fari að líða hjá og allt fari að ganga sinn vanagan. Því ég hef áður prófað svona sérsniðin matarprógrömm (ekki LKL samt) og aldrei hefur mér líðið svona í lok dags eftir hollt fæði... 

En meira verður þetta ekki í kvöld því ég er búin á því og illt í maganum og ætla bara að skríða uppí rúm!!

Meira update kemur svo síðar :) 

Kv Karó 


2.2.15

Lágkolvetna Lífstíllinn - LKL

Góðan dag elsku lesendur! 
Ég er ekki dauð, ekki heldur bloggið mitt
Ég er bara of upptekin alltaf! Ég held alltaf að það taki nokkra tíma að henda í eitt blogg... 

En hvað með það, nú gafst smá tími á milli utanlandsferða! Búið er að bóka fjórðu ferðina mína af klakanum! Tenerife er næst á dagskrá í 2 vinkna leti með gömlu! 
Mikið hlakkar mig til :D 



Nú frá því um áramótin hef ég haldið mig við matarplan sem ég bjó sjálf til, langaði að prófa að æfa mig aðeins því ég er loks á leið í einkaþjálfara námið í ágúst ( ef ég kemst inn) 
Þannig ég skellti í mánaðar plan bæði mat og æfingar! Það gekk líka svona fínt að ég þarf að fjárfesta mér í nýju pari af bikiníum því þau sem ég keypti á Spáni í fyrra detta niðrum mig, þ.e.a.s buxurnar! Þetta kalla ég bara lúxus vandamál!

En hvað með það, nú er ég búin með þetta plan og fór að spá í hvað ég ættti að prófa næst til að safna í reynslubankann! 
Safakúrar koma aldrei til greina! I like food to much til að geta verið að drekka eitthvað sull allan daginn... þannig ég ákvað að kynna mér aðeins LKL mataræðið og ákvað að lokum að henda í eitt plan handa sjálfri mér. 

Ég verð nú að vera hreinskilin og segja að mér lýst ekkert á þetta haha :) Að éta prótein og fitu (meira af fitu heldur en próteini) í öll mál! Vera fastandi í 3-4 tíma eftir að ég vakna og fá mér aðeins kaffibolla með rjóma úti. Fara á æfingu með tóman maga og fá mér svo egg og beikon í morgunmat...



En ég er bara of forvitin að sjá hvað þetta gerir líkamanum! Er þetta í alvörunni að fara að hafa svona skjótan árangur eins og fólk segir? Well elsku fólk, þið getið fylgst vel með því. 
Ég ætla að hefja þetta mataræði ásamt nýju æfingarplani með allt öðruvísi uppsettum æfingum á fimmtudaginn næsta, 5 febrúar og halda þetta út í mánuð! Og ég trúi því án djóks að ég fari bara til Tene með sixpack og byssur! 



Ekkki alveg, en vonandi í þrusu bikiní formi, sem ég er reyndar alveg komin í núna en ég er étandi það sem ég kem höndum yfir núna því tilhugsunin um það sem ég er að fara að borða fær mig til að vilja éta allt sem ég má ekki borða yfir þennan tíma!

Byrjunin á þessu verða 9 og hálfur dagur í kolvetnasvelti. Ss ég mun ekki borða meira en 30 gr af kolvetni á dag, sem flestir ættu að vita að er helsta bensín líkamans. Þannig í raun er ég að fara að fá líkaman til að skipta út kolvetnis "bensíninu" yfir í að brenna frekar fituna sem sinn helsta orkugjafa! Svo verður tekin svokölluð "hleðsla" eftir kl 4 á tíunda degi! Þá verður sko veisla því þá má ég gjörsamlega éta allt það sem ég kemst yfir! 
Aftur byrjar svo kolvetna sveltið í 6 og hálfan dag og á sjöunda degi er svo hleðsla. Þannig mun mánuðurinn ganga! 

Þið sem hafið áhuga á þessum LKL mánuði mínum geta fylgst með blogginu mínu því ég ætla að vera dugleg að skella inn fræslum um update hjá mér! Ég ætla að taka fyrir og eftir myndir og mögulega skelli ég því hér inn í mars! 

Lengara verður þetta ekki hjá mér í dag því ég þarf að fara að henda upp æfingarplani og skrifa niður bónus listann ;) 

Þar til næst elsku þið :*