2.2.15

Lágkolvetna Lífstíllinn - LKL

Góðan dag elsku lesendur! 
Ég er ekki dauð, ekki heldur bloggið mitt
Ég er bara of upptekin alltaf! Ég held alltaf að það taki nokkra tíma að henda í eitt blogg... 

En hvað með það, nú gafst smá tími á milli utanlandsferða! Búið er að bóka fjórðu ferðina mína af klakanum! Tenerife er næst á dagskrá í 2 vinkna leti með gömlu! 
Mikið hlakkar mig til :D 



Nú frá því um áramótin hef ég haldið mig við matarplan sem ég bjó sjálf til, langaði að prófa að æfa mig aðeins því ég er loks á leið í einkaþjálfara námið í ágúst ( ef ég kemst inn) 
Þannig ég skellti í mánaðar plan bæði mat og æfingar! Það gekk líka svona fínt að ég þarf að fjárfesta mér í nýju pari af bikiníum því þau sem ég keypti á Spáni í fyrra detta niðrum mig, þ.e.a.s buxurnar! Þetta kalla ég bara lúxus vandamál!

En hvað með það, nú er ég búin með þetta plan og fór að spá í hvað ég ættti að prófa næst til að safna í reynslubankann! 
Safakúrar koma aldrei til greina! I like food to much til að geta verið að drekka eitthvað sull allan daginn... þannig ég ákvað að kynna mér aðeins LKL mataræðið og ákvað að lokum að henda í eitt plan handa sjálfri mér. 

Ég verð nú að vera hreinskilin og segja að mér lýst ekkert á þetta haha :) Að éta prótein og fitu (meira af fitu heldur en próteini) í öll mál! Vera fastandi í 3-4 tíma eftir að ég vakna og fá mér aðeins kaffibolla með rjóma úti. Fara á æfingu með tóman maga og fá mér svo egg og beikon í morgunmat...



En ég er bara of forvitin að sjá hvað þetta gerir líkamanum! Er þetta í alvörunni að fara að hafa svona skjótan árangur eins og fólk segir? Well elsku fólk, þið getið fylgst vel með því. 
Ég ætla að hefja þetta mataræði ásamt nýju æfingarplani með allt öðruvísi uppsettum æfingum á fimmtudaginn næsta, 5 febrúar og halda þetta út í mánuð! Og ég trúi því án djóks að ég fari bara til Tene með sixpack og byssur! 



Ekkki alveg, en vonandi í þrusu bikiní formi, sem ég er reyndar alveg komin í núna en ég er étandi það sem ég kem höndum yfir núna því tilhugsunin um það sem ég er að fara að borða fær mig til að vilja éta allt sem ég má ekki borða yfir þennan tíma!

Byrjunin á þessu verða 9 og hálfur dagur í kolvetnasvelti. Ss ég mun ekki borða meira en 30 gr af kolvetni á dag, sem flestir ættu að vita að er helsta bensín líkamans. Þannig í raun er ég að fara að fá líkaman til að skipta út kolvetnis "bensíninu" yfir í að brenna frekar fituna sem sinn helsta orkugjafa! Svo verður tekin svokölluð "hleðsla" eftir kl 4 á tíunda degi! Þá verður sko veisla því þá má ég gjörsamlega éta allt það sem ég kemst yfir! 
Aftur byrjar svo kolvetna sveltið í 6 og hálfan dag og á sjöunda degi er svo hleðsla. Þannig mun mánuðurinn ganga! 

Þið sem hafið áhuga á þessum LKL mánuði mínum geta fylgst með blogginu mínu því ég ætla að vera dugleg að skella inn fræslum um update hjá mér! Ég ætla að taka fyrir og eftir myndir og mögulega skelli ég því hér inn í mars! 

Lengara verður þetta ekki hjá mér í dag því ég þarf að fara að henda upp æfingarplani og skrifa niður bónus listann ;) 

Þar til næst elsku þið :*




2 ummæli:

  1. LKL og Carb nite eru ekki það sama en svipað ;)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Haha jaaa fattadi tad svo en var ss a carb nite

      Eyða