4.2.15

Carb Nite dagur 2!

Góða kvöldið elsku þið!

Jæja ég lofaði reglulegu updatei og hér kemur það!

Ákvað að taka smá forskot á sæluna og byrja fyrr á CN. Planið var að byrja á morgun en í staðinn byrjaði ég í gær! 

Ég er ekki alveg nógu heilluð að þessu þó stutt sé hjá mér! Mér líður djöfullega... ég er gjörsamlega út að aka og hef enga einbeitningu, hausverkirnir koma og fara og mér líður eins og ég sé með múrsteina í maganum!
Ég vissi af því að þetta mundi hafa áhrif á líkaman en ekki grunaði mig að vanlíðan yrði svona mikil! 

Nú reiknaði ég út hvað ég ætti að borða mikið magn af próteini og fitu í miða við þá þynd sem ég vil koma mér í. 
99 grömm af fitu og aðeins minna af próteini. Er reyndar svolítið ýkt í þessu og ætla að koma mér neðarlega á vigtinni en no worrís! Er klárlega ekki að fara að gera þetta að lífsstíl, bara smá tilraun hjá mér!

Ég er að fara mjög nákvæmt eftir þessu og notast við fitbook til að sjá magnið sem ég er að borða. Ætla að sýna ykkur gærdaginn hjá mér :) 


Byrjaði morguninn á kaffibolla með rjóma..
Ekki eins vont og ég átti von á haha :)
Fastaði í 3 tíma og fór á æfingu með kaffibolla 
í mallanum... sá stjörnur á æfingu.. 
en samkvæmt öllum á þetta að venjast!


Egg og beikon var svo í morgunmat, steikt
upp úr smjöri... feitt en gott samt sem áður! 
Klárlega skásta máltíðin mín :) 

Svo borðaði ég í millimál skinku rúllaða upp með 
sveppa smurosti á milli, gúrkubita og grænmetiss
sósu... ég gat ekki klárað það því þetta var án efa 
það ógeðslegasta sem ég hef smakkað!


Kvöldmaturinn saman stóð svo af kjúklingabringu,
steikum sveppum og zucchini. Allt steikt upp úr 
smjöri og bernais sósa með :) 
Ágætis kvöldmtur en mikið leið mér illa eftir þetta. 
Maginn þungur og mér leið eins og ég hafði étið
 5 hamborgara með tilheyrandi meðlæti =/ 


Kvöldsnarlið var svo avocado súkkulaði mús!
Hahah sorry en þetta var gjörsamlega óætt! 
Sjálf er ég lítið hrifin af avocado en hey, allt
sem blandað er í súkkulaði hlítur bara að vera gott!
En neiii get ekki sagt það, borðaði helminginn af
og lét svo gott heita og fór að sofa. 


Þetta var gærdagurinn hjá mér. Alls ekki ánægð með hann en dagurinn í dag var betri hvað varðar matinn :) 
En eins og ég sagði þá er þetta alls ekki að hafa góð áhrif á líkamann en ætla rétt að vona að þetta fari að breytast


En það á víst að gerast á þriðja degi að kolvetnin í líkamanum fara að minnka og því skiptir líkaminn yfir í Ketonis. Það hjálpar til dæmis við skyndiorku.
Á degi sex hafa kolvetnin svo alveg klárast og á því engin orka að koma lengur frá þeim og á ég þá að gera ráð fyrir að finna fyrir doða, sleni og þoku... 
En allt saman á það að vera eðlilegt því líkaminn hefur ekki notast við Keton sem orkugjafa síðan maður var lítill.. en lærir þó loks að fara að nota Keton sem orkugjafa... vúhú!

Mikið vona ég bara að þessi vanlíða fari að líða hjá og allt fari að ganga sinn vanagan. Því ég hef áður prófað svona sérsniðin matarprógrömm (ekki LKL samt) og aldrei hefur mér líðið svona í lok dags eftir hollt fæði... 

En meira verður þetta ekki í kvöld því ég er búin á því og illt í maganum og ætla bara að skríða uppí rúm!!

Meira update kemur svo síðar :) 

Kv Karó 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli