5.2.15

Carb Nite R.I.P :)

Góðan dag elsku lesendur :) 

Klukkan rétt að ganga 8 og ég var skriðin fram úr um 7 til að skella mér á æfingu. 
Hef alltaf verið morgun manneskja og elska að æfa á morgnanna! 
Nema hvað ég sit enn uppí rúmi á náttfötunum og sé alls ekki fram á að komast á æfingu þar sem mér líður hræðilega. 

Fann ekki fyrir neinu þegar ég vaknaði en um leið og ég stóð upp nötraði ég öll og skalf, hugsaði með mér að kaffibollinn lagar þetta.. tók púlsinn á mér yfir kaffibollanum og var hann 106 sem er full hátt fyrir manneskju í hvíld! 

Þannig nú hringsnýst hausinn á mér... er þetta mataræði að henta mér? Er eðlilegt að líða svona illa? Ég er búin að googla allt mögulegt og jújú, þetta á að vara í rúma viku... en samt ekki svona slæmt, bara smá hausverkur og smá slen
En þá spyr ég mig... er þetta þess virði??

Nú er ég í fínu formi og þarf í sjálfu sér ekki að grennast, eina sem ég hafði hugsað mér að missa á þessu mataræði er blessaða magafitan, það eina sem eftir er! En fyrst og fremst var það reynslan sem ég er að horfa í. 

Ef seinna meir kemur til mín viðskiptavinur og óskar þess að fara á LKL hjá mér vil ég geta haft reynsluna. Þess vegna er ég að prufa mig áfram í hinu og þessu og sjá hvað hitt og þetta hefur mismunandi áhrif á líkamann. 

Well Carb Nite er að hafa hræðileg áhrif á mig og mun ég alls ekki mæla með þessu mataræði sem einkaþjálfari. 
Mögulega er ég að gera þetta eitthvað vitlaust, en mér finnst það orðið mjög slæmt þegar ég þarf að fara að taka inn hinar og þessar töflur og alls konar duft því líkaminn er ekki að fá það sem honum vantar úr fæðunni (fyrir utan kolvetnin auðvitað) 

Var að lesa rétt í þessu um að gott væri að drekka heitt vatn með súputening til að fá salt í líkamann... oj!

Well lokaorð bara, ég er hætt! Eftir 3 daga er ég hætt og ætla að snúa mér aftur að því sem hentar mér og mínum líkama! 
Er ég að gefast upp of fljótt? Já algjörlega því þetta á að líða hjá, en ég mun aldrei láta líkama minn ganga í gegnum svona mikinn vanlíða fyrir líkamlegt útlit! 

Mun ég prófa þetta seinna meir? Ég ætla ekki að neita því, efast samt um það en þá mun ég bókað mál leita til einkaþjálfara um að setja upp plan fyrir mig með hárréttu plani! Þó ég hafi verið að borða rétt magn af fitu og próteini er greinilega eitthvað sem vantar hjá mér eða þá að líkami minn sé bara að bregðast svona hræðilega við þessu! Held samt að það fyrr nefnda eigi frekar við. 


Þannig kæri lesandi, ef þú varst spenntur að fylgjast með þessum mánuði hjá mér þá bið ég þig afsökunar. En aftur á móti ætla ég að snúa mér að nýju mataræði sem ég veit að fer vel í mig og mér líður vel á. En æfingarprógrammið ætla ég að halda mér við. Samblanda af HIIT (high intensity interval training) og lyftingum! 

Við fáum bara einn líkama, pössum hann vel. Komum vel fram við hann og lærum að hlusta á hann. Akkurat það sem ég ætla að gera núna! Líkamlegt útlit mitt er klárlega ekki mikilvægara en heilsa mín og líðan. Ég mun aldrei nokkurtíman láta mér líða illa fyrir útlitið :) 

Þar til síðar elsku þið! 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli