30.9.14

Story time!

Gott kvöld elsku fólk!

Ég er búin að vera að stússast í íbúðinni í allan dag þar sem nýtt sjónvarp kom loks á heimilið og sjónvarpsskápurinn fékk loks að fjúka! Eða allavega helmingurinn! Mér til mikillar gleði, trúið mér!
Nema hvað svo fóru garnirnar að gaula ósköp hátt og ég leit á klukkuna um 8 og hugsaði með mér "Æji ég er ekki búin að fara í Bónus þannig ég get alveg eins bara keyrt á Serrano og fengið mér að éta" 
Svo brunað var á Serrano og keypt ljúffeng vefja sem átti að skola niður með Dr Pepper (lesist sem vatn) Nema svo þegar komið er í götuna mína sé ég svartklæddar verur sem ég kannast roooosalega mikið við standa við útidyrahurðina á eftri hæðinni!
Mormónar!! Æji fokk, ætti ég að keyra í burtu og taka smá rúnt um hverfið???
Mallinn var ekki á sama máli þannig mér bar skilda að leggja bílnum og hakka í mig matinn! 4 augu fylgdu bílnum stíft og verður svo starsýnt á mig þegar ég stíg útúr honum... 
Ohhhhh þeir sáu mig! Ohhhh þeir eru að fara að bakna uppá hjá mér!
Ég hálfpartinn hljóp inn og reif af mér spjarirnar (úlpuna perrinn þinn) og ríf utan af matnum og byrja að borða á fullu hugsandi það að þeir fari nú varla að troða Jesús og hans lærisveinum uppá mig meðan ég er í miðri máltíð!
Svo heyrist í 4 fótum þramma niður tröppurnar mínar. Ég heyrði það á fótatakinu hvað þeir væru glaðir því þeir vissu að ég væri heima og gæti ekkert flúið! Ég hefði jú alveg geta skellt mér út um hurðina sem er þvottarhúsmegin en þeir eru eflaust með augu á hnakkanum og hefðu hlaupið á eftir mér! Og maturinn, ó elsku maturinn sem ég þráði ekkert heitar en að fá að éta í friði! 
Bank bank!
Nú er mér öllu lokið! Ég tek einn risa bita af vefjunni minni og tek hana með mér fram á gang til að opna hurðina til þess að sýna þessum svörtklæddu mönnum að ég er að snæða minn girnilega kvöldverð!

Útlendingarnir heilsa, ekkert nema kurteisið uppmálað og tala betri íslensku en ég! Glotta yfir græðginni í mér og hálf étnu vefjunni minni sem ég hafði tekið með mér inn fyrir mínútu síðan. 
Byrja svo að reyna að ræða við mig um Jesú og allan hans heilagleika.
Með fullri virðingu fyrir þeim sem trúaðir eru þá trúi ég á vísindin en virði ykkur hin sem eruð trúuð. 
Ég reyni pent að segja þeim að ég hafi ekki áhuga en ekkert frekar en venjulega heyra þeir það ekki. Áfram halda þeir að tala um Jesú Krist! Aftur þakkaði ég pent fyrir mig og segist ekki hafa áhuga á þessu.  Þá spyrja þeir mig hvort ég eigi ekki einhverja vini sem hafa áhuga á að gangast í hóp með þeim eða hvað það nú var sem þeim vantaði. 
"Nei ég á enga vini"! Djók ég ætlaði bara að reyna að koma mér pent útúr þessu og sagði þeim að allir mínir vinir ættu bara heima í Keflavík! 
Mínir menn deyja ekki ráðalausir, vefjan mín er farin að kólna og ég þrái ekkert heitara en að taka sopa af Dr Pepper drykknum mínum! 
"Við erum með mann í Keflavík sem gæti komið til vina þinna og frætt þá!"
Þannig ég gaf honum nafn og símanúmer hjá öllum sem ég þekki í Keflavík og þá fóru mínir menn á brott alsælir með sín nýju fórnalömb!

Nei það gerði ég reyndar ekki haha. Lofaði þeim bara að ég skyldi láta vini mína vita EF ég fengi nú að klára kvöldmatinn minn í friði! Þeir voru ekki alveg á sama máli en ég ég var fljót að nýta tækifærið, segja takk og bless og hreinlega skella bara hurðinni á þá!

Klárlega ekki fyrsta og eflaust ekki það síðasta sem maður sér af þessum elskum! Eflaust yndislegt fólk en í guðana bænum ( og Jesúbænum og maríubænum og allt þar á milli) hættið að banka uppá hjá mér og reyna að plata mig eitthvað! 

Er að spá í að prenta út miða og líma fyrir neðan "Engin dagblöð takk" miðann minn "enga mormóna takk"  

Meira er það ekki í kvöld! 


15.9.14

Minningar í myndum!

Góða kvöldið :) 
Langaði rosalega til að gera örlítið óhefbundið blogg
og setja inn myndir frá nýjum og gömlum tímum
sem vekja upp góðar minningar og skrifa örlítið um þær :)
Enjoy 


Haha þessi mynd er mér afar kær :) Tekin 2004 þegar ég og
Erna vorum duglegar að kíkja í Grindavík að hitta vinkonur
okkar. Með okkur á myndinni eru Arís og Sigga 


Þessi var tekin 2005. Herra Ísland var í sjónvarpinu þetta
kvöld og í tilefni þess ákváðum við stelpurnar að
halda smá stelpukvöld!


16 ára lítill busi á leið á sitt fyrsta framhaldsskólaball
Fór btw edrú... þá var í lagi þá :) 


Þetta var tekið jólin 2006, Erna hafði flutt til Noregs þetta sumarið
og vorum við ekki vanar að vera frá hvor annari meira en
yfir nóttu! Sakna hennar sárt! 


Alveg einstaklega skemmtileg Spánarferð árið 2006
Kynntist fullt af yndislegu fólki!


Mömmu datt í hug árið 2007 að kaupa lítinn tjúahvolp!
Hann fékk nafnið Amor Ingi og gladdi mitt litla hjarta
rosalega mikið! Átti margar yndislegar stundir með þessu krútti!


Eftir að hafa ekki séð þessi í alltof langan tíma ákvað ég 2007 að
skella mér bara til Noregs að heimsækja þessa elsku!
Átti ógleymanlegar 3 vikur með henni!


Árið 2007 fékk ég líka hið langþráða bílpróf! Keypti mér
lítinn grænan bíl í tilefni þess :) 


Fagnaði sjálfræðinu þann 12 apríl 2008 í góðum vinahópi :) 


Eftir mjög langt og rosalega erfitt ár (2009) ákvað ég að stíga aftur
í báðar fæturnar með mikilli hjálp frá móður minni.
Skellti mér aftur í skóla og hóf að búa ein :)

Árið 2010 hélt ég svo upp á 20 árin í yndislegum vinahópi :)
Þessi helgi eru mjög eftirminnileg því sömu helgi
fermdist minnsta krílíð í systkinahópnum :) 


Í október 2010 eignaðist ég þetta krútt!
Ég á hana enn í dag og það hefur verið yndislegt að fá
að hugsa um hana! Klara mín er ansi skemmtileg týpa :) 


Jólin 2011 minnir mig ákváðu þessar elskur að dekra börnin
sín aðeins meira en venjulega og bjóða okkur systrunum
til Boston í verslunarferð! Besta jólagjöf ever!


Held ég hafi sjaldan verið jafn hamingjusöm haha :)
En það sem mér þótti þó skemmtilegast var að fá að hafa
systir mína mér við hlið í öllu búðarrápinu!


Þurfti því miður að selja Amor 2010, en haustið 2011 fékk ég
líka svona skemmtilega heimsókn frá eigendum hans
Hér er hann ásamt litla hvolpnum sínum!


Tók þátt í að skrifa skólablaðið árið 2011 og 2012! Mjög svo
skemmtilegur tími, brölluðum margt og mikið skemmitlegt!
Hér erum við í myndatökum heima hjá mér. 


Eva vinkona mín útskrifaðist svo sumarið 2012! Ég átti
þá eitt ár eftir og vissi ekki hvað ég ætti að gera án hennar
í skólanum! En mikið var ég stolt af henni

Í september 2012 bauð vinnan okkur stelpunum til London
í helgar verslunarferð! Það var sko mikið verslað!


Kynntist þessum strák í mars/ apríl 2012


Og rúmu einu og hálfu ári síðar bað hann mín. 


Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í kvöld :) Gaman að skoða yfir
gamlar myndir og rifja upp gömlu og góðu tímana!


Enda þetta á einni mynd sem ég held mjög mikið uppá :)
Mynd af mér og Ernu minni úr kveðjupartýinu hennar! 

11.9.14

Góður lífstíll!

Góðan og blessaðan daginn elsku fólk :) 
Smá líkamsræktar/heilsublogg þannig ef þér leiðist það lokaðu bara síðunni ;) 

Nú var ég að klára mitt annað átak hjá henni Rósu minni :) Ný komin heim frá Spáni og það var drukkið kók þar í morgunmat (don't ask)... Þannig ég ákvað bara að skella mér aftur og ná af mér spánarspikinu! (öllum þessum 2 kg sem ég bætti á mig haha) 

30 dagar, nýjar æfingar og nýtt mataræði! Jeijj! En fór samt sem áður með örlítið öðruvísi hugarfar í þessa keppni þar sem mér leið ósköp vel í eigin skinni á þessum tímapunkti. But if you know me veistu að ég þarf alltaf smá áskorun. En markmið mitt í þessa 30 daga var meira bara að tileinka mér þann lífstíl að borða reglulega og hollari mat. Sem mér tókst. Ég var ekki 100% í þessu og borðið ekki alveg samkvæmt planinu en fylgdi uppsetningunni voða vel. Borðaði á sama tíma dags og mjög svipað innihald og viti menn .. ég er enn að því :) Finnst þetta allt saman voða gott. Frá mér hrökk kex með smurosti eða kjúlla skinku, eggja hræru eða nautakjöt í kvöldmat! Það er ekkert raunhæft að vera í stöðugu átaki og borða bara eintóman fisk og kjúlla.. maður gefst bara upp á endanum og endar í sukkinu. Þannig þetta hentaði mér mun betur. Eðlilegara og fjölbreyttara mataræði sem allir ættu að geta tileinkað sér og gert að lífstíl! 


Ég lenti í öðru sæti í þessari keppni mér til mikillar furðu þar sem ég sá engan geggjaðan mun á mér en var voðalega sátt með árangurinn sem var 18,5 cm og 1,7 kg. Og náði þannig í raun mínu eigin markmiði! En snillingurinn hún vinkona mín Eva Dís ákvað að rústa þessu með stæl og missti alveg slatta! Mikið er ég stolt af henni!

Hér eru svo árangurs myndirnar mínar :) sést ekki eins mikill munur og í fyrsta átaki en hann er þó til staðar ;) 

Alltaf hverfur minn blessaði rass, sama hve dugleg ég er að taka bossaæfingar! Mallinn ákvað að sléttast aðeins og mér til mikillar mæðu minkuðu hendurnar um 1cm! I have chicken arms! 

Mallinn mótaðist aðeins betur og kom smá sýnishorn af sixpackinu sem er alltaf í felum þarna undir!

En það sem ég þarf klárlega að vinna í er TANIÐ!! Það fer held ég bara með fitunni haha 

Þannig ef þú ert ein/n af þeim sem þarft að koma þér í form, langar að betrumbæta lífstílinn þin eða ert bara með ógeðslega mikið keppnisskap og langara að rústa þessu og vinna pening þá mæli ég hiklaust með þessu! Enda ætla ég að láta linkinn af síðunni hennar Rósu fylgja með hér!!




Í gær sá ég svo auglýsingu á Gefins grúbbunni á facebook hjá konu sem var að óska eftir að fá konur til sín í lífstílsmat... ég var búin að skrá mig áður en ég vissi af og fékk tíma kl 1 daginn eftir. Við nánari skoðun kom í ljós að þetta var á vegum Herbalife.. og þið sem þekkið mig vitið hvaða álit ég hef á þessum vörum. 
En so what, ákvað samt að slá til því konan vantaði bara nokkrar til að æfa sig á. Svona mæling kostar 7000 kr en þetta bauð hún uppá frítt. Why not?
Þetta kom mér skemmtilega á óvart, var látin stíga á voða tæknilega vigt sem mælir allt saman.. (veit ekki hversu vel er hægt að marka svona vigtir þó) en samkvæmt þessari tæknilegu vigt lifi ég bara mjög góðum lífstíl. Fituprósentan góð, vatnsmagnið gott, ég er ekki í áhættu á beinþynningu og so on! Jeijj :) Og er ég samkvæmt lífstíl mínum einu ári yngri en ég er! Haha :) 




Ætla að láta þetta gott heita í dag :) 
Kveð að sinni ;) 
-Karó!








5.9.14

Draumurinn!

Góðan dag elsku fólk! Gleðilegan föstudag!

Minn dagur byrjaði ósköp vel, í ræktinni og mun enda á næturvakt á Pulsuvagninum í Keflavík að fóðra hungraða djammara ;) 



Hvað með það, nú er liðið rúmt ár frá því að ég útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það tók mig lengri tíma en venjulega þar sem ég hætti í nokkur ár því ég flutti að heiman og fleira sem skiptir litlu máli. Nema hvað alltaf fékk ég að heyra
-Þú átt aldrei eftir að fara aftur í skóla...
-Þú verður aldrei stúdent 
-Ætlaru aldrei að mennta þig?

Eins sárt og mér þótti að heyra það að ég ætti aldrei eftir að mennta mig því ég hætti í skóla þá bar ég höfuðið hátt og ákvað að ég ætlaði sko að sýna þeim hvað í mér býr! Þannig loks árið 2010 skellti ég mér aftur á skólabekk, ég hafði þá nýlega flutt heim til pabba og ákvað að nú væri rétti tíminn til að klára þetta blessaða framhaldsskóla nám! Ég hef alltaf verið góður námsmaður og átt auðvelt með námið þannig ég vann helling með náminu og á endanum flutti ég aftur í litla íbúð. Peningaleysi og uppgjöf sagði til sín á vissum tímapunkti en ég ákvað að gefast ekki upp og leyfa þessu fólki sem hafði enga trú á mér að hafa rétt fyrir sér! 

Árið 2011 var ég komin í tvær vinnur og fullt nám. Ég var í skólanum til hálf 5, mætti í aðra vinnuna klukkan 5-8 og hina frá 9-12/1 um nóttina. Ég rak heimili, lærði heima og var í ræktinni. Ég veit ekki ennþá hvernig mér tókst að halda geðheilsunni og fá líka svona góðar einkunnir... en einhvern vegin tókst þetta hjá mér!
2012 ákvað ég loks að hætta í seinni vinnunni og halda mér bara við eina. Fékk aftur að flytja heim á meðan ég var að klára námið. Þvílíkur léttir og einkunnirnar urðu enn hærri. 
Loks árið 2013 útskrifaðist ég! Öllum og sérstaklega mér til mikillar gleði. 


Nú er liðið rúmt ár frá þessum merka degi og ég ákvað eftir útskrift að flytja í Reykjavík og taka mér allavega 1 ár til þess að leika mér bara aðeins áður en ég færi aftur á skólabekk. Nema hvað að ég gerði mér alls ekki grein fyrir því hversu dýrt það væri að búa í miðbæ Reykjavíkur og hversu illa borgað það er að vera í einni vinnu og vinna bara á daginn. Hef alltaf unni kvöld og helgar vinnu. Þannig árið fór í gjörsamlega ekkert. Þannig ég lofaði sjálfri mér að taka annað ár í að leika mér áður en á skólabekkinn væri haldið á nýjan leik. 

Spánarferð var bókuð og skelltum við fjölskyldan okkur í 3 yndislega vikur! Næst á dagskrá er að fara til útlanda með vinnufélögunum og mun ég svon enda árið á viku ferð til Kanada að hitta mína yndislegu vinkonu sem er í námi þar!

En hvað svo? 

Ætlar þú ekki að læra neitt?
Ætlaru bara að vinna á pulsuvagni það sem eftir er af ævinni?
Ætlaru ekkert í háskólann?
Hvenær ætlaru að mennta þig almennilega?

Þetta eru spurningarnar sem rigna yfir mig núna úr öllum áttum. 
Jú ég ætla að mennta mig meira en nei ég ætla líklega ekki í háskóla. 

Ég hef aldrei haft neinn draum um að verða eitthvað ákveðið frá því ég var lítil eins og svo margir sem ég þekki. Jújú mig langaði alltaf til að verða rithöfundur og reyni að stefna á þann draum seinna í framtíðinni en aldrei langaði mig til að verða læknir, sálfræðingur, lögfræðingur eða neitt slíkt. Ég ætlaði bara að verða stór og gefa út bók. 
Það var ekki fyrr en um tvítugt þegar ég fór að hafa rosalegan áhuga á líkamsrækt og öllu sem því viðkemur. Þannig afhverju ekki að verða einkaþjálfari?


-Það verður enginn ríkur á því!
-Það er enginn almennileg menntun!
-Það er ekki framtíðar vinna!
-Það er bara eitthvað auka djobb!

Nú loks þegar ég hef ákveðið hvað ég ætla mér að verða fæ ég að heyra setningar á borð við þessar. En afhverju? 
Nei ég veit ég verð ekki milli á því að vera einkaþjálfari, en ég veit að ég mun vakna glöð á morgnanna og hlakka til að fara í vinnuna. Ég elska að lyfta. Ég elska að ögra sjálfri mér og reyna á styrkinn og þolið. En mér finnst ekkert eins skemmtilegt og að fá vinkonurnar með mér á æfingu og fá að pína þær!




Nú loks svara ég þeirri spurningu með stolti um hvað ég ætla að verða! Einkaþjálfari! Kannski seinna meir á ég eftir að fara í annað nám og mennta mig betur, hver veit. En eins og staðan er í dag er liggur áhuginn í líkamsræktinni. 
Ég æfi 6x í viku, reyni að borða þokkalega og set mér raunhæf markmið. Ég hugsa vel um líkama minn og vil að hann líti vel út og þar sem mér finnst ósköp gott að borða óhollan mat þá veit ég að ég liti ekki út eins og ég geri ef ég væri ekki að æfa svona mikið. 

En það sem mér finnst yndislegast við þetta allt saman og eflaust eru allir þeir sem stunda líkamsrækt sammála mér, er blessaði árangurinn! Það er ekkert eins gaman og að sjá árangurinn eftir allt erfiðið. 





Elsku fólk. Virðum náungann og hans drauma og vonir.
Við erum sem betur fer mismunandi eins og við erum mörg.

Kveð í bili