11.9.14

Góður lífstíll!

Góðan og blessaðan daginn elsku fólk :) 
Smá líkamsræktar/heilsublogg þannig ef þér leiðist það lokaðu bara síðunni ;) 

Nú var ég að klára mitt annað átak hjá henni Rósu minni :) Ný komin heim frá Spáni og það var drukkið kók þar í morgunmat (don't ask)... Þannig ég ákvað bara að skella mér aftur og ná af mér spánarspikinu! (öllum þessum 2 kg sem ég bætti á mig haha) 

30 dagar, nýjar æfingar og nýtt mataræði! Jeijj! En fór samt sem áður með örlítið öðruvísi hugarfar í þessa keppni þar sem mér leið ósköp vel í eigin skinni á þessum tímapunkti. But if you know me veistu að ég þarf alltaf smá áskorun. En markmið mitt í þessa 30 daga var meira bara að tileinka mér þann lífstíl að borða reglulega og hollari mat. Sem mér tókst. Ég var ekki 100% í þessu og borðið ekki alveg samkvæmt planinu en fylgdi uppsetningunni voða vel. Borðaði á sama tíma dags og mjög svipað innihald og viti menn .. ég er enn að því :) Finnst þetta allt saman voða gott. Frá mér hrökk kex með smurosti eða kjúlla skinku, eggja hræru eða nautakjöt í kvöldmat! Það er ekkert raunhæft að vera í stöðugu átaki og borða bara eintóman fisk og kjúlla.. maður gefst bara upp á endanum og endar í sukkinu. Þannig þetta hentaði mér mun betur. Eðlilegara og fjölbreyttara mataræði sem allir ættu að geta tileinkað sér og gert að lífstíl! 


Ég lenti í öðru sæti í þessari keppni mér til mikillar furðu þar sem ég sá engan geggjaðan mun á mér en var voðalega sátt með árangurinn sem var 18,5 cm og 1,7 kg. Og náði þannig í raun mínu eigin markmiði! En snillingurinn hún vinkona mín Eva Dís ákvað að rústa þessu með stæl og missti alveg slatta! Mikið er ég stolt af henni!

Hér eru svo árangurs myndirnar mínar :) sést ekki eins mikill munur og í fyrsta átaki en hann er þó til staðar ;) 

Alltaf hverfur minn blessaði rass, sama hve dugleg ég er að taka bossaæfingar! Mallinn ákvað að sléttast aðeins og mér til mikillar mæðu minkuðu hendurnar um 1cm! I have chicken arms! 

Mallinn mótaðist aðeins betur og kom smá sýnishorn af sixpackinu sem er alltaf í felum þarna undir!

En það sem ég þarf klárlega að vinna í er TANIÐ!! Það fer held ég bara með fitunni haha 

Þannig ef þú ert ein/n af þeim sem þarft að koma þér í form, langar að betrumbæta lífstílinn þin eða ert bara með ógeðslega mikið keppnisskap og langara að rústa þessu og vinna pening þá mæli ég hiklaust með þessu! Enda ætla ég að láta linkinn af síðunni hennar Rósu fylgja með hér!!




Í gær sá ég svo auglýsingu á Gefins grúbbunni á facebook hjá konu sem var að óska eftir að fá konur til sín í lífstílsmat... ég var búin að skrá mig áður en ég vissi af og fékk tíma kl 1 daginn eftir. Við nánari skoðun kom í ljós að þetta var á vegum Herbalife.. og þið sem þekkið mig vitið hvaða álit ég hef á þessum vörum. 
En so what, ákvað samt að slá til því konan vantaði bara nokkrar til að æfa sig á. Svona mæling kostar 7000 kr en þetta bauð hún uppá frítt. Why not?
Þetta kom mér skemmtilega á óvart, var látin stíga á voða tæknilega vigt sem mælir allt saman.. (veit ekki hversu vel er hægt að marka svona vigtir þó) en samkvæmt þessari tæknilegu vigt lifi ég bara mjög góðum lífstíl. Fituprósentan góð, vatnsmagnið gott, ég er ekki í áhættu á beinþynningu og so on! Jeijj :) Og er ég samkvæmt lífstíl mínum einu ári yngri en ég er! Haha :) 




Ætla að láta þetta gott heita í dag :) 
Kveð að sinni ;) 
-Karó!








1 ummæli:

  1. Takk fyrir Karó :) svo kemuru bara þegar þú ert orðinn einkaþjálfari líka og við tökum átakið á næsta level og gerum úr þessu eitthvað rosalegt :)

    SvaraEyða