19.8.14

Sjúklega gott hollustunammi!

Góða kvöldið elsku fólk :) 

Eins og þið vitið sem þekkið mig þá er ég algjöööör nammigrís! Án djóks ef nammi færi ekki illa með tennurnar, heilsuna og so on myndi ég eflaust éta nammi og ís í öll mál! 

Nú er sykurpúkinn búinn að vera að stríða mér extra mikið (ég byrjaði að skrifa ekstra...) akkurat þegar ég er í átakskeppni.. jeijj gaman!
Nema hvað ég var bara í mínum makindum uppí sófa, ný búin að borða kjúllasalatið mitt sem var á matseðlinum í dag þegar ég rakst á líka þessa fínu hollustu nammi uppskrift! 

Þeir sem einnig þekkja mig vel vita að kunnátta mín í bakstri er gott sem enginn eins og mér finnst kökur góðar! Sem betur fer annars væri ég örugglega veeeel stór!
En ég er ágætis kokkur, ef ég fer 100% eftir uppskrift en ekki mínum eigin ákvörðunum. (Hef brennt mig illa á því áður að breyta uppskrift hahah) Þannig ég hugsaði með mér þegar ég las þessa einföldu uppskrift að api gæti eflaust búið þetta til! Svo ég klæði mig í útigallann og hjóla útí búð til að versla inn sem þarf í þetta holla nammi gjörsamlega með slefið niðrá kinn!

Þegar heim var svo komið var allt rifið úr pokanum og skell á borðið og byrjað að drullumalla! Ég fæ seint medalíu fyrir að vera snyrtileg i eldhúsinu þegar kemur að bakstri!
Allt byrjaði vel hjá mér, blanda kókosolíu, hnetusmjöri í pott og hita helluna. En stoppa svo þegar ég á að setja 2/3 úr bolla af hunangi ofaní pottinn! 
Stærfræðikunnátta mín er greinilega fokin út í veður og vind því ég gat ekki fyrir mitt litla líf fundið út hvað þetta var mikið í dl. En Katrín vinkona mín bjargaði þessu fyrir mig og áfram hélt baksturinn... 

Þegar allt var komið saman í pott og hrært saman leit þetta út eins og æla... Það hvarflaði að mér að skella þessu bara í ruslið því ég hlaut að vera að gera eitthvað vitlaust haha :) Myndin við uppskriftina sýndi líka svona girnilegar kúlur úr þessu á meðan mitt leit út eins og drullumall... 
Ég ákvað þó að skella þessu bara í eldfast mót og inn í ískáp eins og uppskriftin sagði mér að gera, bíða í kltíma og tékka svo á þessu! 

Og rúmum einum og hálfum tíma seinna kíki ég á meistaraverkið mitt... viti menn þetta er án djóks ætt! Og enn betra að þetta er gott! Mér tókst án djóks að baka eitthvað annað en lakkrístoppa (sem er varla neitt annað en loft og lakkrís!) 
Ég var svo glöð að mig langaði til þess að taka út mótið eins og það leggur sig, setjast uppí sófa með skeið og hakka þetta í mig! En þá fattaði ég það auðvitað að það væri eflaust betra að bíða eftir bóndanum heim til að sanna fyrir honum að ég hafi virkilega bakað haha. Hann mundi eflaust ekki trúa mér ef ekkert væri til sýnis fyrir hann til að staðfesta það! Þannig ég lét mig bara hafa það að geyma þetta inní ískáp og skella kjúllanum mínum á grillið og kartöflu inn í ofn :) Ommnomm! 

En hér ætla ég að láta fylgja uppskriftina fyrir ykkur sem viljið prófa þetta nammi! P.s þetta mun samt ekki lýta jafn girnilega út og á myndinni... nema ég sé gjörsamlega vonlaus í bakstri haha :) 

Hér er uppskriftin  og hér er mynd af þessu giiiiirnilega nammi sem ég ætla aðeins að stelast í á eftir :) 



Well, meira er það ekki í kvöld. Varð bara að deila þessu afreki mínu með ykkur og gefa sjálfri mér klapp á bakið fyrir að kveikja ekki í húsinu :) 


Læt eina gamla og góða fylgja með sem lýsir mér ansi vel. Ég át að mig minnir einn svona kassa alveg sjálf á bolludaginn! Keypti annan og át hann á næstu 2 dögum! 

Kv Karó!



18.8.14

Sumar og sól!

Góðan dag elsku lesendur! Yndislegur mánudagur genginn í garð því sú gula ákvað að láta ljós sitt skína í dag! Eintóm gleði!

Ég sit núna útí garði á teppi með minni yndislegu kanínu að skrifa þetta blogg og sóla mig í leiðinni :) Hversu kósý!
Mikið vona ég að sólin sé komin til að vera í smástund því það gjörsamlega bjargar geðheilsunni mans að geta aðeins farið út úr húsi ekki kappklæddur eins og vanalega! Ég var meira að segja svo glöð í morgun að sjá sólina að ég dró fram hjólið mitt og skottaðist á því í ræktina :) 

Mikið gleður mig á svona dögum að vera í vaktavinnu haha :) eins og manni getur stundum leiðst það að þurfa að vinna um helgar þá er yndislegt að eiga svona daga frí. Virka daga :) 
Okay sorry en ég hef gott sem ekkert að blogga um haha þannig ég ætla bara að láta þetta gott heita og leggjast eins og skata á teppið þar til vinkona mín kemur! :) Bæjarrölt framundan í góða veðrinu

Njótið dagsins elsku fólk! 

Læt eitt gott sumarlag fylgja hér í lokin ;) 


13.8.14

Hrós dagsins fær...

Gott kvöld elsku fólk!

Ég verð klárlega að byrja þetta blogg á að hrósa Body Shop fyrir sína afburðar þjónustu!
Það bara klikkar aldrei að ég fái það sem mig vantar + frábæra og persónulega þjónustu í þessari búð! Og ekki skemmir verðið heldur!
Búin að gera dauðaleit af hyljara síðustu daga og þar sem ég er nýlega komin heim frá spáni þá vantar mér frekar dökkann hyljara. Neinei hann virðist hvergi finnast nema að kosta jafn mikið og meikkrukka... not happening ! 
Þannig ég gerði mér ferð í Bodyshop og finn þar fínann blýant ásamt frábæru spjalli og yndislega þjónustu frá stúlkunni sem var að vinna í Smáralind!

Ég versla mikið þarna því mér þykja vörurnar frá þeim mjög góðar og ódýrar (ég á rosa bágt með að kaupa mér fokdýrt snyrtidót). En það sem dregur mig alltaf í þessa búð er hvað ég fæ frábæra þjónustu! Þær vilja allt fyrir mann gera!
Eitt skiptið var ég að spá í að kaupa mér meik frá þeim en var eitthvað efins um að þetta myndi henta mér og sagði þeim frá því. Næsta sem ég veit er að ég er komin með prufur af öllum meikunum sem þær selja í lítið box. 
Seinna kem ég aftur og segist verða rosalega glansandi eftir meikin sem ég prufaði og áður en ég vissi af var ég komin með öll meikin aftur í prufuboxi og 2 týpur af dagkremum sem ég átti að nota undir! Þær spurðu mig útí húðtýpu, skoðuðu á mér andlitið og spurðu hvaða andlitskrem ég væri að nota! 
Þegar ég bað um þetta í annari búð var horft stórfurðulega á mig og mér bara hreinlega sagt að annað hvort keypti ég meikð eða ekki, engar prufur væri í boði... Einnig hef ég lent svo illa í því að stelpa sem var að vinna í snyrtibúð gat hreinlega ekki selt mér maskara þar sem engar prufur/tester voru til í heilu vöru merki... svo horfði hún bara afsakandi á mig og sagðist bara hreinlega ekki geta aðstoðað mig!! 

Þannig það er alveg sama hvað mig vantar, ég fæ alltaf alla þá hjálp sem ég þarf í Body Shop og geng út í hvert skipti með bros á vör! Og enda alltaf á að versla helling þar!

Auðvitað eru stelpurnar sölumenn og eiga að reyna að selja viðskiptavinum sem mest en í dag passaði stelpan vel uppá að ég ætti yddara sem færi við blýantinn, því hann var í stærri kantinum. Ég sagðist eiga yddara fyrir stærri blýant en vissi þá ekki að ég þyrfti ennþá stærri! Svo ég keypti bæði blýantinn og yddara fyrir minni pening en ég hefði gert á þeim stöðum sem ég var búin að skoða á!

Einnig sem viðskiptavinur finnst mér mjög mikilvægt að reyna að selja viðkomandi það sem hann þarf og hentar honum best. Ekki bara afþví þetta er það dýrasta og ætti því að vera það besta! Í Bodyshop fæ ég að skoða úrvalið! Ekki bara það dýrasta og besta! Við erum mismunandi eins og við erum margar og það sem hentar öðrum gæti hentað mér mjög illa þannig að.....

Bodyshop fær klárlega hrós aldarinnar frá mér :)!


11.8.14

Bónorðið...

Góðan mánudag elsku fólk :) 

Mikið gladdi það mig að sjá þessa gulu þegar ég vaknaði í morgun! Átti bágt með að trúa veðurspánni fyrir vikuna! Loks kemur sólin og yljar okkur hér á klakanum (about time)

Í gær var mikill gleðidagur hjá mér og Bensa því fyrir ári síðan fór ástin mín á skeljarnar og bað mig um að giftast sér :) Við vorum náttúrulega jafn rómó og þegar bónorðið átti sér stað og sváfum bara allan daginn sökum þess að ég var þunn og hann á næturvakt kvöldinu áður haha! Neinei þetta var voða fínt, hann bauð mér uppá ísrúnt og kyssti mig og knúsaði mikið!

Margir hafa spurt mig hvernig Bensi bað mín og hvort það hafi ekki verið æðislega rómó... Nei segi ég bara og fólk horfir stórum augum á mig!
Þó þetta hafi ekki verið neitt rómantískt þá var þetta samt sem áður yndislegt og mjög persónulegt! Ekki eins og maður sér oft video af manni sem er búin að plana heilan dag með allskyns yndislegum hlutum og svo á endanum fer hann á hnéið og biður hennar, en hún veit það oftast at the end hvert allt þetta leiðir...
Mér finnst það bara ekkert spennandi, þetta á að koma svo á óvart að mínu mati! Og það kom mér sko heldur betur á óvart þegar hann bað mín! 

Þetta var á föstudagskvöldi í fyrra á Gaypride sem ég er að fara að djamma með vinkonum mínum og er búin að henda kallinum út þar sem þetta var bara smá stelpupartý!
Leiðin lá svo bara niður í bæ og hitti ég Bensa á Kiki bar en var svo voða lítið með honum um kvöldið þar sem ég vildi djamma með stelpunum...
Svo er öllu lokað og leiðin liggur heim, ég hitti þá Bensa og saman röltum við öll heim (2 fengu að gista hjá mér) 
Við drógumst eitthvað afturúr stelpunum og erum að labba við hliðiná Klambratúni. Við eigum okkur ákveðið lag sem átti mikið til okkar þegar við vorum að byrja að kynnast. Við skellum því í símann og erum eitthvað að hlusta á það þegar Bensi fer skyndilega á skeljarnar og skellti á mig spurningunni. Enginn hringur, ekkert plan, hann vissi bara að ég væri stelpan sem hann vildi eyða ævinni með og vildi vera viss um að ég væri á sama leveli og hann!
Auðvitað játaði ég! Og fór að grenja... hahah 

Það tók um 3-4 vikur að fá hringinn sem ég fékk sjálf að velja mér og opinberuðum við þetta þá fyrir öllum og hamingjuóskum rigndi yfir okkur :) 
Það gladdi mitt litla hjarta að sjá hvað allir voru hamingjusamir fyrir okkar hönd!

Ég er mjög þakklát fyrir að vera sú sem Bensi valdi og vill vera með! Betri unnusta gæti ég ekki hugsað mér! 

Brúðkaupið er ég svo endalaust spurð útí því einhver óskráð regla segir það að maður eigi að gifta sig innan við ár frá trúlofuninni! Við ætlum þá bara að brjóta þessa reglu því brúðkaupið fær aðeins að bíða. En það mun verða brúðkaup á vel völdum degi :) Just wait for it...



Splunkunýtt kærópar :) 



6.8.14

Átakið... info :)

Kvöldið elsku fólk :) 

Var að koma úr mælingu hjá Rósu og er að fara að hefja eitt annað átakið! Jeijj
Fólk hefur verið að furða sig mikið á þessu veseni á mér að vera að skrá mig í svona átakshóp og éta gras í mánuð til að grenna mig... (aðalega amma þó haha)
Well hér kemur smá skemmtilegt fyrir þig að lesa ef þú ert ein/n af þeim sem telur mig klikkaða haha :)

Ég er ekki í megrun (og það ætti enginn að vera), ég er bara að koma mér í gott form, ég er í fínu formi, en get alltaf gert betur! Enda er þetta jú áhugamál mitt (líkamsrækt) og er ég jú að fara að mennta mig sem einkaþjálfari (vonandi)... 
Ég er ekki að svelta mig og hreyfa mig óþarflega mikið, ég hamast ekki eins og vitleysingur í fleiri tíma á brennslutækunum til að léttast!

Ég er sí étandi! Og ég lyfti! Oboy,,, :D

Ég er að borða 6 máltíðir á dag. Ég er bara að borða minna magn. Ekki of lítið heldur bara hæfilegt. 
Og það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði fyrst í þessu var hversu vel mér leið eftir hverja máltíð. Ég lá ekki uppí sófa á kvöldin að springa því ég var svo södd. Ég hefði bara alveg eins getað hoppað í íþróttagallann og skellt mér á æfingu. Eitthvað sem ég get ekki hugsað mér þegar ég er búin að borða eins og ég vanalega geri. (fékk mér t.d subway og pepsi í kvöldmatinn... ég er ennþá södd 3 tímum seinna haha)

Og ég fæ mína nammidaga, guð sé lof!

Ég var komin á smá tímabil áður en ég fór í fyrri keppni þar sem ég var ekki alveg fullkomnlega ánægð með sjálfa mig (heldur ekkert óánægð) ég vissi bara að ég gat gert betur! Ég var alltaf í ræktinni en ekkert gerðist hjá mér... og ég fór að verða pirruð á því! Til hvers að hreyfa sig eins og bjáni ef það er allt til einskis??

Þannig mér datt sú vitleysa í hug að tékka á fjarþjálfun. Ég skoðaði tilboð á netinu hjá Gunnari og ætlaði að fara að skella mér á það þegar ég rakst fyrir slysni á síðuna hennar Rósu á fb og keppnina sem hún var að fara að byrja með...
Okay ég var hvort sem er að fara að taka mig á og skrá mig í þjálfun, afhverju ekki að reyna að vinna smá pening í leiðinni??

Svo ég bara skellti mér í þetta, vissi ekkert hvað ég var að fara að koma mér útí. Var pínu smeik við þetta þar sem allir fengu bara sama matarplan og æfingarplan... og ég sem er búin að vera í ræktinni lengi átti bara að fara að gera það sama og þær sem höfðu aldrei stigið fæti inn fyrir líkamsrækt áður... 
I was wrooooong! 

Þetta var algjör snilld, ég lærði nýjar æfingar og skemmti mér miklu betur í ræktinni! Var með æfingarplan á blaði og vissi nákvæmlega hvaða tæki ég átti að fara næst í og hvað mörg sett ég átti að taka! 
Maturinn, elsku maturinn... Ég hef aldrei verið jafn þreytt á ævinni og fyrstu vikuna! Orkan kláraðist bara um 8 og ég var farin uppí rúm um 9. En sem betur fer vandist þetta og orkan kom til baka og mér leið miklu betur! 

En það sem mér fannst lang best er að árangurinn lét ekki á sér standa! Maginn ákvað loks að standa ekki út í loftið öllum til sýnis og ástarhandföngin kreistust ekki út úr gallabuxunum! 30 dögum seinna var ég búin að skafa af mér 6,1 kg! Jeijjj

En ég ætla ekki að neita fyrir það að þetta var erfitt og ég spyr sjálfa mig af og til hvað í fja**** ég sé að gera með að skrá mig í annað svona átak haha. 
Ég veit ekki hvort það sé bara keppnisskapið í mér eða þægindin við það að láta einhvern annan hreinlega segja mér fyrir verkum. S.s. hvað ég eigi að éta og hvað ég eigi að gera í ræktinni... og ekki skemma verðlaunin fyrir..

Svo var ég oft spurð að því hvernig ég gæti verið svona vond við sjálfa mig? Éta gott sem ekki neitt og leyfa mér ekkert.. well, sjálfsagi kallast það... hann var ekki 100% hjá mér en þó nokkuð góður. Ég fór bara að hætta að pæla í því hvað ég gæti verið að borða og át bara það sem ég átti að borða... tók að sjálfsögðu nokkur feilspor og fékk mér ís  og fleira enda er ég bara mannleg. En svona í heildina litið fannst mér þetta bara nokkuð gott hjá mér og gekk örugg inn í lokamælinguna og vissi að ég hafði staðið mig vel og gert það sem ég gat gert (hugsaði samt án djóks að ég hefði alveg mátt gera fleiri armbeygjur og magaæfingar og hefði ekki átt að éta þetta og hitt, en það var ekki aftur snúið!) 
Mælingin gekk líka svona ljómandi vel og aftur þurfti ég að kíkja við hjá henni Rósu daginn eftir til að ná í 50 kallinn minn sem ég hafði unnið :) 
Og afhverju ætla ég að gera þetta aftur?
Þetta svín virkaði seinast! 

Þannig fjörið byrjar aftur á mánudag! Vúhú.. 






3.8.14

Gamlar dagbækur!



Afhverju er svona erfitt að setjast fyrir framan autt blað og reyna að skrifa eitthvað?
Ég er btw búin að horfa á þessa setningu í 10 mín, varfra um facebook og reyna að pæla í þvi hvað ég eigi að segja næst. 

Ég man hvað þetta var auðvelt þegar ég var 13 ára, þá reyndar skrifaði maður í dagbók, örlítið meira persónulegra þar sem netið var ekki eitthvað sem maður hékk á 10 tíma á dag. Og hvað þá í símanum hehe :) Held ég hafi ekki einusinni átt gemsa á þeim tíma! 
Guð hvað ég vildi óska þess í dag að ég hefði ekki á sínum tíma rifið allar gömlu dagbækurnar mínar í frumeindir og hent! Vá hvað það væri eflaust fyndið að lesa þetta allt saman núna! Lesa um alla strákana sem maður var skotinn í, vinkonudramað og hversdagslífið áður en facebook kom til sögunar, áður en maður tilkynnti allt á veraldarvefinn!

Ég man að ég átti örugglega fullan kassa af þessum bókum á sínum tíma, ég skrifaði endalaust þegar ég var yngri. Dagbækur, smásögur og allskonar rugl. Ég reyndi líka fyrir mér í teikningu og eyddi heilli dagbók 2002 í að teikna myndir af allskyns fólki!
Man sérstaklega eftir einni teikningu sem ég gerði haha. Af ákveðnum strák sem mér fannst voða sætur og ég vissi að honum fannst ég voða sæt! En hey ég var 12 ára skvísa, auðvitað var ég hot með fjólubláan augnskugga í adidasgalla með bolinn girtann ofan í buxurnar sem ég hafði btw alltof hátt uppi! (vonandi les kærastinn minn þetta ekki, veit ekki hvort er verra að skrifa um strák sem ég var skotin í eða hvernig ég klæddist sem krakki) 

Ohh ég man líka eftir því að hafa skrifað í eina bókina þegar ég var örugglega 13 eða 14, vinkona mín var nýbúin að eignast kærasta og ég var svo abbó afþví mig langaði líka í kærasta. Þá gat hún lítið verið með okkur vinkonunum því kærastinn átti alla hennar athyggli. Það samband entist í viku! 

Ég eyddi líka nokkrum blaðsíðum í að bölva foreldrum mínum. Allar vinkonur mínar máttu hitt og þetta en ekki ég. Þær réðu því hvenær þær kæmu heim á kvöldin, máttu vera úti fram eftir nóttu ef þær vildu en ekki ég! Þær fengu líka að fara einar í tjaldferðalag með vinum sínum sem voru með bílpróf en ekki ég, þær máttu halda partý og drekka og bara hreinlega gera allt! En ekki aumingja ég! 
Þegar maður hefur aðeins elst og þroskast (vonandi) hugsar maður til baka og getur ekki annað en hrist hausinn. Hvað var að manni.

Svo því miður með árunum fóru skrifin hjá mér að minnka, maður eignaðist kærasta og fór að vera með honum öllu stundum, fékk svo bílpróf og þá var vandamál að draga mann úr bílnum.

En nú er það orðið svo slæmt að ef ég sest fyrir framan autt blað og ætla að skrifa eitthvað af viti (ekki eins og þetta) þá bara kemur ekkert... ég get ekki einusinni viðhaldið bloggsíðu... óguð!