Góða kvöldið elsku fólk :)
Eins og þið vitið sem þekkið mig þá er ég algjöööör nammigrís! Án djóks ef nammi færi ekki illa með tennurnar, heilsuna og so on myndi ég eflaust éta nammi og ís í öll mál!
Nú er sykurpúkinn búinn að vera að stríða mér extra mikið (ég byrjaði að skrifa ekstra...) akkurat þegar ég er í átakskeppni.. jeijj gaman!
Nema hvað ég var bara í mínum makindum uppí sófa, ný búin að borða kjúllasalatið mitt sem var á matseðlinum í dag þegar ég rakst á líka þessa fínu hollustu nammi uppskrift!
Þeir sem einnig þekkja mig vel vita að kunnátta mín í bakstri er gott sem enginn eins og mér finnst kökur góðar! Sem betur fer annars væri ég örugglega veeeel stór!
En ég er ágætis kokkur, ef ég fer 100% eftir uppskrift en ekki mínum eigin ákvörðunum. (Hef brennt mig illa á því áður að breyta uppskrift hahah) Þannig ég hugsaði með mér þegar ég las þessa einföldu uppskrift að api gæti eflaust búið þetta til! Svo ég klæði mig í útigallann og hjóla útí búð til að versla inn sem þarf í þetta holla nammi gjörsamlega með slefið niðrá kinn!
Þegar heim var svo komið var allt rifið úr pokanum og skell á borðið og byrjað að drullumalla! Ég fæ seint medalíu fyrir að vera snyrtileg i eldhúsinu þegar kemur að bakstri!
Allt byrjaði vel hjá mér, blanda kókosolíu, hnetusmjöri í pott og hita helluna. En stoppa svo þegar ég á að setja 2/3 úr bolla af hunangi ofaní pottinn!
Stærfræðikunnátta mín er greinilega fokin út í veður og vind því ég gat ekki fyrir mitt litla líf fundið út hvað þetta var mikið í dl. En Katrín vinkona mín bjargaði þessu fyrir mig og áfram hélt baksturinn...
Þegar allt var komið saman í pott og hrært saman leit þetta út eins og æla... Það hvarflaði að mér að skella þessu bara í ruslið því ég hlaut að vera að gera eitthvað vitlaust haha :) Myndin við uppskriftina sýndi líka svona girnilegar kúlur úr þessu á meðan mitt leit út eins og drullumall...
Ég ákvað þó að skella þessu bara í eldfast mót og inn í ískáp eins og uppskriftin sagði mér að gera, bíða í kltíma og tékka svo á þessu!
Og rúmum einum og hálfum tíma seinna kíki ég á meistaraverkið mitt... viti menn þetta er án djóks ætt! Og enn betra að þetta er gott! Mér tókst án djóks að baka eitthvað annað en lakkrístoppa (sem er varla neitt annað en loft og lakkrís!)
Ég var svo glöð að mig langaði til þess að taka út mótið eins og það leggur sig, setjast uppí sófa með skeið og hakka þetta í mig! En þá fattaði ég það auðvitað að það væri eflaust betra að bíða eftir bóndanum heim til að sanna fyrir honum að ég hafi virkilega bakað haha. Hann mundi eflaust ekki trúa mér ef ekkert væri til sýnis fyrir hann til að staðfesta það! Þannig ég lét mig bara hafa það að geyma þetta inní ískáp og skella kjúllanum mínum á grillið og kartöflu inn í ofn :) Ommnomm!
En hér ætla ég að láta fylgja uppskriftina fyrir ykkur sem viljið prófa þetta nammi! P.s þetta mun samt ekki lýta jafn girnilega út og á myndinni... nema ég sé gjörsamlega vonlaus í bakstri haha :)
Hér er uppskriftin og hér er mynd af þessu giiiiirnilega nammi sem ég ætla aðeins að stelast í á eftir :)
Well, meira er það ekki í kvöld. Varð bara að deila þessu afreki mínu með ykkur og gefa sjálfri mér klapp á bakið fyrir að kveikja ekki í húsinu :)
Læt eina gamla og góða fylgja með sem lýsir mér ansi vel. Ég át að mig minnir einn svona kassa alveg sjálf á bolludaginn! Keypti annan og át hann á næstu 2 dögum!
Kv Karó!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli