3.8.14

Gamlar dagbækur!



Afhverju er svona erfitt að setjast fyrir framan autt blað og reyna að skrifa eitthvað?
Ég er btw búin að horfa á þessa setningu í 10 mín, varfra um facebook og reyna að pæla í þvi hvað ég eigi að segja næst. 

Ég man hvað þetta var auðvelt þegar ég var 13 ára, þá reyndar skrifaði maður í dagbók, örlítið meira persónulegra þar sem netið var ekki eitthvað sem maður hékk á 10 tíma á dag. Og hvað þá í símanum hehe :) Held ég hafi ekki einusinni átt gemsa á þeim tíma! 
Guð hvað ég vildi óska þess í dag að ég hefði ekki á sínum tíma rifið allar gömlu dagbækurnar mínar í frumeindir og hent! Vá hvað það væri eflaust fyndið að lesa þetta allt saman núna! Lesa um alla strákana sem maður var skotinn í, vinkonudramað og hversdagslífið áður en facebook kom til sögunar, áður en maður tilkynnti allt á veraldarvefinn!

Ég man að ég átti örugglega fullan kassa af þessum bókum á sínum tíma, ég skrifaði endalaust þegar ég var yngri. Dagbækur, smásögur og allskonar rugl. Ég reyndi líka fyrir mér í teikningu og eyddi heilli dagbók 2002 í að teikna myndir af allskyns fólki!
Man sérstaklega eftir einni teikningu sem ég gerði haha. Af ákveðnum strák sem mér fannst voða sætur og ég vissi að honum fannst ég voða sæt! En hey ég var 12 ára skvísa, auðvitað var ég hot með fjólubláan augnskugga í adidasgalla með bolinn girtann ofan í buxurnar sem ég hafði btw alltof hátt uppi! (vonandi les kærastinn minn þetta ekki, veit ekki hvort er verra að skrifa um strák sem ég var skotin í eða hvernig ég klæddist sem krakki) 

Ohh ég man líka eftir því að hafa skrifað í eina bókina þegar ég var örugglega 13 eða 14, vinkona mín var nýbúin að eignast kærasta og ég var svo abbó afþví mig langaði líka í kærasta. Þá gat hún lítið verið með okkur vinkonunum því kærastinn átti alla hennar athyggli. Það samband entist í viku! 

Ég eyddi líka nokkrum blaðsíðum í að bölva foreldrum mínum. Allar vinkonur mínar máttu hitt og þetta en ekki ég. Þær réðu því hvenær þær kæmu heim á kvöldin, máttu vera úti fram eftir nóttu ef þær vildu en ekki ég! Þær fengu líka að fara einar í tjaldferðalag með vinum sínum sem voru með bílpróf en ekki ég, þær máttu halda partý og drekka og bara hreinlega gera allt! En ekki aumingja ég! 
Þegar maður hefur aðeins elst og þroskast (vonandi) hugsar maður til baka og getur ekki annað en hrist hausinn. Hvað var að manni.

Svo því miður með árunum fóru skrifin hjá mér að minnka, maður eignaðist kærasta og fór að vera með honum öllu stundum, fékk svo bílpróf og þá var vandamál að draga mann úr bílnum.

En nú er það orðið svo slæmt að ef ég sest fyrir framan autt blað og ætla að skrifa eitthvað af viti (ekki eins og þetta) þá bara kemur ekkert... ég get ekki einusinni viðhaldið bloggsíðu... óguð!






Engin ummæli:

Skrifa ummæli