Meistaramánuðurinn er genginn í garð! Allar líkamsræktastöðvar eru fullar, hamborgarabúllurnar tómar og allir lifa á grasi og vatni! Svo tekur nóvember við, skyndibitinn fer að seljast á ný og allt var eins og það var áður. Eða hvað?
Mér finnst alveg magnað að hafa svona mánuð, fólk fer að huga að heilsunni, setur sér markmið til hins góða og reynir að bæta líf sitt á einn eða annan hátt. En afhverju er þetta bara einn mánuður? Afhverju er þetta ekki allt árið, öll árin?
Sjálf er ég búin að setja mér 2 raunhæf markmið fyrir þennan mánuð.
-Hætta að drekka gos og hætta að drekka áfengi í einn mánuð
Það hefur gengið ljómandi vel. :)
Margir ætla að taka mánuðinn með stæl og breyta öll til hins betra, borða hollar, hreyfa sig meira, hætta hinu og hætta þessu. Hætta að borða brauð, hætta að borða nammi, hætta að drekka gos, hætt að borða skyndibita og svona má lengi telja. Allt þó gott og blessað með það nema það sem margir brenna sig svo á að á endanum gefast þeir upp.
Það er mögulegt að hætta þessu öllu og lifa heilbrigðu og góðu lífi, en lets be honest.. ekki eru margir sem endast þegar markmiðin eru orðin svo mörg að maður veit varla lengur hvað má og hvað má ekki.
Þess vegna finnst mér að allt árið ætti að vera bara meistara ár. Settu þér markmið í hverjum mánuði, 1 - 2 í einu og þegar það er orðið að vana bættu þá öðru við og so on.
Það er bara ekki möguleiki (ekki staðhæfing) að breyta öllu til hins betra, hreyfa sig og missa öll auka kílóin á einum mánuði. Maður fær bara hreinlega ógeð og það tekur allt sinn tíma, það tekur líkama og huga um 30 daga að gera eitthvað að vana :)
Hér eru nokkur góð ráð (frá mér) sem gætu hjálpað þér við að ná þínu markmiði (ef það er að reyna að koma þér í betra form), en því miður er það að fara að taka lengur en einn mánuð ;)
-Byrjað hægt og rólega að breyta mataræðinu það er stór hluti af góðum árangri, byrjaðu til dæmis einn mánuðinn á að minnka eða hætt að drekka gos, næsta mánuð að minnka svo brauð át o.s.f. ekki gera þetta allt í einu, treystu mér þegar boð og bönn eru orðin of mörg þá ertu líklegari til að falla. Reyndu heldur ekki að banna þér eitthvað heldur minnka það smátt og smátt.
-Farðu að hreyfa þig, þá á ég ekki við að mæta 5x í viku í ræktina og taka á því eins og geðsjúklingu, þú munt gefast upp á því líka, finndu hreyfingu sem þér þykir skemmtileg hvort sem það er ræktin, íþrótt eða bara einfaldlega að fara út að ganga, settu þér markmið um að fara kannski 3x í viku í x langan tíma, auktu svo hreyfinguna smátt og smátt.
-Ef þú ert að reyna að grennast skelltu þér í mælingu, sumum þykir það eflaust erfitt en ekkert er eins skemmtilegt og að sjá cm fara og fituprósentuna minnka. Ekki treysta of mikið á vigtina þó það sé gaman að stíga á hana af og til.
-Ekki bera þig saman við aðra, það gerir engum gott að hugsa út í hvað manneskjan í næsta tæki er mikið flottari en þú. Hugsaðu frekar um að með því að byrja að hreyfa þig og borða hollt ertu nær þínu markmiði með hverjum degi.
-Hlustaðu á eigin líkama, það er ekkert eðlilegt við það að fá harðsperrur svo slæmar að þú getur ekki hreyft þig í viku, en harðsperrur eru þó merki um að þú sért að gera eitthvað rétt. Ekki byrja að rífa í sömu þyngd og manneskjan sem er búin að vera í ræktinni svo árum skipi, sú manneskja byrjaði á svipuðum stað og þú og vann sig svo upp með tímanum.
-Lítil hreyfing er betri en engin hreyfing. Dagarnir eru mismunandi eins og þeir eru margir og sömuleiðis er hreyfing okkar. Suma daga tökum við einfaldlega bara slappa æfingu, en það skiptir þó máli að þú hreyfðir þig! "Við gerum bara betur næst"
-Settu þér raunhæf markmið, ekki ákveða að missa 20 kíló á 1 mánuði. Stefndu frekar á að þyngja lóðin, hlaupa lengra á sama tíma, bæta við einni æfingu í viku í viðbót. Eitthvað sem bugar þig ekki á endanum ef það tekst ekki.
-Ekki bannað þér eitthvað, það er bara ávísun á fall. Ef þér finnst nammi gott, hafðu 1-2 nammidaga, ef þér finnst gos gott drekktu það í hófi, ef þér þykir skyndibiti góður, minnkaðu hann og taktu kannski eins og smá auka hreyfingu deginum eftir skyndibitann. Held við getum öll verið sammála því að það sem er bannað verður bara enn meira spennandi.
-Verðlaunaðu þig þegar ákveðnu markmiði er náð. Settu þér svo nýtt markmið og ný verðlaun! :D
-Og besta markmiðið af öllu er að sama hvað, ekki gefast upp!
Ef það væri auðvelt að koma sér í gott form afhverju eru þá ekki allir í fantaformi? Þetta er erfitt og mun alltaf vera það. Ekki láta hreyfinguna vera slæman hlut í lífi þínu sem þú neyðist til að stunda, gerðu þetta að lífsstíl sem þú elskar! Settu þér markmið, náðu þeim, settu þér ný og aldrei hætta!
Pældu í því ef þú hefðir byrjað að hreyfa þig á þeim tíma sem þú fórst að hugsa um að það væri komin tími til, hvernig formi helduru að þú værir í í dag?
***
***
***
Engin ummæli:
Skrifa ummæli