Gott kvöld kæru lesendur :)
Back to basic í kvöld, langar að deila með ykkur baðherberginu mínu ;) Nei er er ekki að fara að umturna því líka heldur langaði mér bara til að deila með ykkur uppáhalds vörunum mínum á baðherberginu! Vúhú :)
Ekkert gerir morguninn betri en góð sturta, helst köld í lokinn til að vekja mann hressilega! Eða að minsta kosti skvetta köldu vatni í andlitið, það kemur blóðinu af stað og maður er ekki eins og liðið lík... já ég lít stundum út eins og liðið lík á morgnanna! Þess vegna elska ég baðherbergið mitt næstum því jafn mikið og svefnherbergið mitt, þar geri ég mig sæta!
Ég ætla nú ekkert að fara að grobba mig af sjampóinu né hárnæringunni sem ég nota sem var ekki í dýrari kantinum i hagkaup, en ég bara elska lyktina af því og þetta kemur í þokkalega stórum dunkum! Reyndar eru þetta ekki sömu týpur og á myndinni heldur er arganolía í mínu sem gerir hárið svo mjúkt og fínt :)
Ásamt sjampóinu og hárnæringunni nota ég andlitsskrúbb frá Nive sem móðir mín gaf mér í möndlugjöf (já við erum með smááá öðruvísi möndlugrauta hefð en flestir) en allavega þetta var nýtt hjá þeim í vetur og hefur reynst mér mjög vel, ekkert eins gott á morgnanna og að skrúbba dauðar húðfrumur burt og fríska aðeins uppá andlitið, gefa því smá náttúrulegann roða.
Eftir sturtuna nota ég svo auðvitað hárvörur þar sem ég annað hvort blæs og slétti á mér hárið eða hef það krullað. Ég nota ALLTAF milkshake froðuna mína eftir sturtu þar sem ég er alveg einstaklega hársár gerir hún undraverk, þetta er bara næring fyrir hárið sem maður skellir í eftir þvott og hefur þerrað hárið :) Svo set ég í mig hitavörn sem er frá John Frieda ef ég er að fara að slétta á mér hárið en annars nota ég krullusprey einnig frá John Frieda :)
Ég ætla að skammast mín fyrir það þó að ég spreða ekki miklum pening í dagkrem (sem ég ætti kannski, eða kannski ekki að gera) en allavega hef ég yfirleitt bara notað nivea krem úr Bónus, en ákvað að prófa dagkremin frá Bodyshop sem ég bara hreinlega fílaði svo ekki þannig ég stökk á nýtt krem í Bónus haha og er að prufukeyra það núna :) Garniger heitir það.
Einnig á ég það til þegar fer að kólna í veðri að gjörsamlega skipta um húð á nefinu, er hræðilega á veturnar, en þá nota ég gamla góða feita Nivea dolluna, skelli slatta á nebbann og læt standa í smá tíma ef ég er ekki á hraðferð, þetta er frekar feitt krem fyrir andlitið en gerir undraverk.
Svo er það blessaða bodykremið, ég elska ekkert meira en að koma úr sturtu og bera á mig bodykrem með góðri lykt, ég á eitt spari krem sem ég nota þegar ég fer á djammið sem er frá Victoria's secret og svo annað sem ég nota daglega sem er frá Dove :) Dove er klárlega uppáhalds kremið mitt og er ég alltaf að prufa ný krem með nýjum lyktum! Einnig nota ég brúnkukrem frá Dove en hef því miður farið að velta því fyrir mér að prófa ný brúnkukrem þar sem mér finnst útkoman ekki nægilega góð með Dove.
Þetta er svona það helsta sem ég nota til að koma mér af stað á morgnanna ásamt makupinu mínu sem ég kannski skal búa til eitt blogg um við tækifæri ;)
Kveð í bili, Karó :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli