Gott kvöld elsku lesendur!
Hef verið að fá rosalega góðar viðtökur við blogginu og margar sem hafa gaman að lesa um útlit og hinum ýmsu ráðum í kringum það. En í kvöld langar mig einnig til að tala um útlit, bara ekki útlit okkar.
Ég er búin að vera í miklum pælingum síðustu daga og langar rosalega til að taka ákveðið útlit í gegn sem tengist sjálfri mér ekki. Herbergið okkar! It needs makeover!
Uppáhalds staðurinn minn í íbúðinni er klárlega svefnherbergið mitt, þar hvíli ég mig, geymi fötin mín og skó og einnig nýt ég þess bara mjög að vera inn í herbergi! Bara besti staður í heimi! Ekkert er því eins skemmtilegt og að eiga fallegt og snyrtilegt herbergi sem er gaman að koma inn í.
Don't get me wrong, herbergið mitt lítur alls ekki illa út, en því var bara hent upp í snatri þegar við fluttum og ekkert meira gert fyrir að til að gera það fínt! Eins og til dæmis hengur ein mynd uppá vegg. Ég hef einfaldlega ekki nennt út í búð að kaupa fleiri herðatré þannig skyrturnar hans Bensa er raðað nokkrum saman á herðatré.. Náttborðin eru úr ljósum við, skrifborðið svart og skóhillurnar mínar eru rauðbrúnar, who does this??
Pælingarnar fóru á fullt og langar mig í gardínur á ströng, ljósar, fallegar , gegnsæar gardínur sem þjóna ekki neinum tilgangi nema að láta herbergið líta vel út.
Mig langar í stól út í horn og hvíta kommóðu við hann, þó stólinn þjóni eflaust engum tilgangi þarna inni nema að safna fötum þá lúkkar þetta bara of vel!
Mig langar í fleiri myndir upp á vegg, hillur eða eitthvað skraut til að lífga uppá pleisið. Nýja lampa, styttur eða hvað eina!
Svo er mig farið að dauðlanga í rúmteppi! Kodda og fleiri kodda! Þeir þjóna heldur engum tilgangi og ég veit ég á eftir að bilast eftir viku við það að búa um rúmið og raða öllum þessum koddum á sinn stað, því ekki er það ég nú þegar sem sé um að búa um rúmið hehe. Þetta er bara svo æðislega smart! Setur svo mikinn stíl á herbergið.
Svo er það nýjasta æðið, rúmgafl! Ég á kingsize rúm og langar alveg rosalega í minna rúm annað hvort með rúmgrind eða gafli! Einnig langar mig að færa rúmið útí horn svo það sé bara hægt að fara úr því öðru megin, don't ask me why en það lookar svo kósý og kúrulegt svona útí horni með girnilega rúmteppið og alla þessa kodda!
Ohh mig langar að gera svo mikið. Og ætla mér að gera það smátt og smátt, en það sem mig langar þó mest til að gera er að skella mér í góða hirðirinn, gera kaup á gömlum og góðum hlutum, gefa þeim nýtt líf og endurnýta þá! Og vil ég þá nýta tækifærði og segja ykkur sem hafið ekki farið í góða hirðirinn ennþá skellið ykkur! Þú ert kannski ekki að fara að kaupa silki rúmföt þarna eða silfur hnífapör, en það leynist ýmislegt sniðugt þarna! Eins og til dæmis keyptum við Bensi stofuborðið okkar þar á heilar 2500 kr! Ekki kannski í besta standi en lítið mál að pússa það og mála, eða bara einfaldlega skella dúk yfir það í stað þess að kaupa stofuborð fyrir 100 þús! Eins og ég sagði áðan að þá færðu ekki það nýjasta og flottasta þarna en það er svo lítið mál að gera hlutina upp! Aðeins að mála þá og skrúfa saman ef þess þarf!
Endilega kíkið í Góða Hirðirinn, sérstaklega sniðugt fyrir þá sem eru peningalitlir en langar að gera heimili sitt fallegt!
Í öllum mínum herbergis pælingum datt ég inná sniðugt blogg hjá konu sem heitir Soffía Dögg og bloggar hún um skreytingar á hinum ýmsu herbergjum, stofu, baðherbergi, forstofu og fleiru! Mæli eindregið með að kíkja á þessa síðu ef þið eruð í breytingar pælingum!
Hér er til dæmis nokkrar sniðugar hugmyndir af síðunni hennar, Hér er linkurinn af síðunni hennar! Endilega takið ykkur tíma í að skoða þessa síðu, þið eigið ekki eftir að sjá eftir því ;)
Kveð í bili, hendi eflaust fyrir og eftir myndum inn þegar ég hef gert smá makeover á herbergið!
Takk fyrir, og skemmtileg síðan þín :)
SvaraEyða