Góðan dag elsku lesendur :)
Allar getum við verið sammála því að líta vel út er ekki bara sársaukafullt heldur einnig mjög dýrt! Öll þessi krem, hárvörur og málingardót kostar bæði handlegg og fótlegg! Ég er viss um að ef ég myndi selja allt mitt snyrtidótt á upprunalega verðinu ætti ég eflaust nóg fyrir útborgun á íbúð! En hey, hver vill eiga íbúð og vera ógeðslega ljótur?
En okay nú er hart í ári og það fer ekkert á milli mála hvort maður kaupi sér mat eða nýtt krullujárn. Sjálf hef ég þurft af fórna allt of miklu eftir að peningarnir hættu að vaxa á trjánum. Sem dæmi:
-Ég eyði ekki 12000 kr í hárgreiðslu í hverjum mánuði eins og ég var vön
-Ég hætti að kaupa djúpnæringuna mína dýru og sjampóið og hárnæringuna.
-Bara augnabrúna blýjanturinn minn kostaði 4000, já þú last rétt 4000 þúsund!
-Ég fór að kaupa krem í bónus,
-Og förðunarkostnaðurinn minn þurfti að snarlækka, ég þori ekki enn að taka saman það sem ég eyddi í snyrtidót!
En svo fattaði ég loks að þetta þarf ekkert að vera svona dýrt! Maður þarf bara að vera sniðugur og hafa smá tíma :) Hér ætla ég að gefa ykkur smá uppskrift af fullkomnu bínukvöldi sem gerir ykkur ekki gjaldþrota! ;)
Heimagerður hármaski:
1stk egg
1msk olía
2msk vatn
Skilja að eggjahvítu og rauðu, þeyta hvítuna, hræra saman rauðunni olíunni og vatninu svo blanda varlega saman og setja í rakt hárið eftir þvott einungis með sjampói og látið standa í hárinu í 15 mínútur og skola svo úr.
Heimagert andlitsskrúbb:
Hafraskrúbb:
1-2 msk af ólvíuolíu
1 tsk haframjöl
1 tsk mulið maldon sjávarsalt.
1-2 msk af ólvíuolíu
1 tsk haframjöl
1 tsk mulið maldon sjávarsalt.
Öllu er svo blandað vel saman og nuddað á húðina með hringlaga hreyfingum. Passa skal þó að mylja saltið vel niður svo það rispi ekki húðina. Með þessum skrúbb eru þið að fjarlægja dauðar húðfrumur. Skola af með volgu vatni.
Heimagerður andlitsmaski:
Maski úr AB mjólk og lyftidufti. Djúpheinsir.
Blanda saman 1-2 tsk af ab mjólk og 1-2 tsk af lyftidufti. Nudda vel á húðina og leyfa mjólkinni að liggja á í 2-3 mínútur. Fjarlægir óhreinindi vel og húðin verður silkimjúk.
Heimagert líkamsskrúbb:
Olíuskrúbb
Hálfur bolli af kókosolíu
Hálfur bolli af brúnum sykri
Hálf teskeið af vanillu.
Þessu er svo öllu blandað vel saman og nuddað vel á líkaman, skolað síðan af með volgu vatni
Heimagerð tannhvítun:
Aðferð sem við allar ættum að kannast við. Blanda teskeið af matarsóda í vatn og burtsa tennurnar uppúr þessu 2x á dag. Treystu mér árangurinn lætur ekki á sér standa :)
Hér eruðið búnar að lesa um nokkrar ódýrar aðferðir að hinu fullkomna bínukvöldi, þetta þarf ekki að vera dýrt ef maður vill það ekki. Kosturinn við að hafa þetta heimagert er að þú veist innihald vörunnar. Ég komst til dæmis að því um daginn að sjampóið sem ég hafði áður fyrr alltaf notað innihélt víst helling af efnum sem eiga ekkert að vera í sjampói.
Það er til margar uppskriftir af heimagerðum vörum, við þurfum að sýna líkama okkar, húð og hári tillit, ekki erum við allar eins. Hér er linkur sem ég fann á bland.is með fullt af uppskriftum af heimagerðum vörum.
Einnig eru hér nokkur góð ráð við að spara make-up kostnaðinn því ég veit ekki alveg hvað mér finnst um að að fara að gera heimatilbúnar snyrtivörur.
-Keyptu stærri maskara. Ekki þessa sem eru tvískiptir, s.s hvítur og svo maskarinn sjálfur, en ef þú átt svoleiðis fyrir geymdu hann því maður klárar aldrei hvíta hlutann ;)
- Notaðu BB krem eða litað dagkrem í staðinn fyrir meikið. Það er ódýrar, gefur húðinni gljáa, nærir hana og gefur náttúrulegara útlit. Svo er hægt að dusta smá púðri yfir. Og það af leiðandi spararu meikið fyrir sérstök tilefni og þarft ekki að kaupa þér krukku í hverjum mánuði.
-Keyptu augnskugga palíettu í stað fyrir staka augnskugga, þetta kostar nánast það sama!
-Keyptu þér burstasett í stað fyrir staka bursta. Sama gildir um þá að stakir kosta næstum það sama og settið, einnig eru vörumerkin ekki alltaf með bestu burstana, mér var sýndur bursti á 6000 kr (dýrara en f*** meikið mitt haha) og ég keypti mér alveg eins bursta í apótekinu á 900 kr, mér finnst hann alls ekkert slæmur!
Jæja, segjum þetta gott í dag :) Endilega prófið að taka dag sem þið eigið frí og dekrið við ykkur, það mun enginn sjá eftir því.
Kv. Karó
Engin ummæli:
Skrifa ummæli