Gott kvöld kæru lesendur!
Vona að allir hafi átt góða helgi og skemmt sér konunglega hvert sem ferðinni var heitið um helgina. Sjálf ákvað ég að kíkja bara í Húsafell með mínum heitt elskaða, eiga rómó helgi í rólegheitunum þar með fjölsyldufólkinu, sumir telja mig bilaða að eyða stærstu helgi ársins svona, en þetta var ósköp ljúft. Borðaður góður matur, drukkið smá vín, farið á brennu og kíkt í sund. Kom endurnærð heim!
En yfir í uppáhaldið okkar allra, snyrtidót! Búin að vera mikið að stússast í snyrtidótinu mínu uppá síðkastið og spá og spekúlegar mikið í hvað ég er að nota og hvað ég eigi að hætta að nota.
Meiiiik, meik og aftur meik. Við elskum allar meik, undistaða farðans! Ég gerði stórkostlegu mistök um daginn við val á meiki, hef alltaf keypt frá Loréal og sá "nýtt" meik frá þeim, fann minn lit og keypti það! Ekki flóknar en það. Fer svo heim alsæl með mitt nýja meik og set það í snyrtiboxið, nota það ekki í svolítinn tíma þar sem ég átti enn eftir smá af gamla meikinu. Svo fer ég að nota nýja meikið og skil ekkert í áferðinni á þessu drasli. Mér fannst það voða þunnt og skrítið, ekki alveg eins og það hafði litið út á hendini á mér. Well ég lét mig hafa þetta í svona nokkra mánuði þar sem ég meika mig ekki það oft, nema um daginn fór mér að þykja þetta voða undarlegt og skoða dolluna aðeins sem ég hafði eytt 5000 kr í. Þá hafði mér tekist að kaupa hrukku meik! Geri aðrir betur.. þannig þá kom það í ljós að mér vantaði nýtt meik. Ég fór og ákvað að prófa BB krem og fæ fagmanns aðstoð við val á kremi í hagkaup. Konan selur mér krem og ég fer alsæl með það heim. Skelli mér svo í ræktina daginn eftir og ber mitt nýja krem/meik á mig og bregður heldur betur! Liturinn var svo dökkur framan í mér að ég hefði alveg eins getað teiknað svartar línur fyrir ofan augun á mér til að fullkomna útlitið. Well ég brunaði sár útí Smáralind og fer í Bodyshop að kaupa mér púður, meiri pening vildi ég ekki eyða í meik.
Svo fór ég þó aftur í Hagkaup og útskýri fyrir öðrum starfsmanni þarna í snyrtideildinni að mig langi í meik en þori ekki að kaupa meik og komast svo að því heima hvort það henti eða ekki og spyr stelpuna hvort það sé ekki möguleiki á að fá prufu þar sem meikin sem ég var að pæla í kostuðu um 5-8 þúsund. Nei það var ekki möguleiki nema að fá smá prufu í poka. Ég þakkaði pent fyrir mig og gekk tómhent út.
Mér finnst það mjög mikilvægt að fá rétt meik, eins og ég sagði áður þá er þetta undirsaða förðunarinnar. Það lítur enginn vel út með of dökkt eða of ljóst meik.
***
Það er mjög mikilvægt að velja réttan lit fyrir húðina. Því ákvað ég að prófa að fara í Bodyshop, þar sem ég hef ávallt fengið fyrirmynda þjónustu og biðja þær um ráð. Fyrst fékk ég prufu af BB kremi, ég elskaði það! Þar næst lét hún mik hafa prufur heim af 2 teg af meiki. Mér var sagt að fara heim og prufa þetta allt, birtan í búðinni væri ekki nóg til að dæma um það hvort liturinn sem ég væri að velja hentaði mér, einnig væri erfitt að sjá það bara á handarbakinu hvort um réttan lit væri að velja. Hver prufa dugði í 2 skipti og ég er strax búin að finna mér meik sem hentar mér fullkomlega og kostar ekki nema um 3000 kr! :)
Vandið valið stelpur þegar kemur að meiki, fáið aðstoð við val á því og ekki vera feimnar að biðja um prufur! Þetta er ekki beint ódýrasta snyrtivaran sem maður kaupir og ekki svo auðvelt að fara með krukkuna aftur í búðina eftir að hafa notað hana og fá henni skipt út fyrir annan lit! :) Munið líka að ykkar húð er ekki eins og hver önnur húð, því getur meikið sem vinkona ykkar notar ekki hentað ykkur þó þið séuð með sama húðlit. Þín húð getur verið þurr á meðan vinkona þín er með mjög feita húð.
Einnig annað sem gott er að hafa í huga varðandi meikið er púðinn eða burstinn sem notaður er til að bera meikið á. Muna að þrífa púðann og burstann vel, ef þið notið meik daglega, þrífið burstan vikulega með til dæmis sjampói, einfalt fljótlegt og púðinn/burstinn dugir lengur.
Sjálf keypti ég mér nýjan bursta um daginn því ég var ekki nægilega dugleg að muna að þrífa púðann minn og hann hreinlega gaf upp öndina. Ég tékkaði á bursta í apótekinu, man nú ekki frá hvaða merki burstinn var en hann kostaði ekki nema 6000 kr! Ég þakkaði pent fyrir mig og fór út, fór í annað apótek seinna um kvöldið og fann alveg eins bursta (ekki sama merki) en fyrir ekki nema 1000 kr! Snilld sem ég verð að deila með ykkur stelpur, sjálf hef ég verið háð púðanum og puttunum á mér, sem ég er að reyna að venja mig af!
Þessi bursti er algjör snilld! Áferðin á meikinu verður svo miklu fallegir, engar línur eða þykkara lag hér og þar af meiki! Try this!
Smá video hér í lokin, hef gaman af þessari stelpu, hún er með allskonar skemmtileg blokk um förðun endilega gefið ykkur tíma í að skoða þetta. Dagsförðun
Jæja kveð í bili :) Endilega hendið á mig hugmyndum um blogg ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli