28.7.13

Sumarið er tími litanna!

Góðan dag elsku lesendur! :)

Fékk alveg hreint frábærar viðtökur við blogginu og fékk beiðni um að blogga um ákveðið efni og hef ákveðið að verða af þeirri ósk svona í tilefni sumarsins sem lét loks sjá sig ;) 




NEGLUR
Sumarið er klárlega uppáhalds tíminn minn, þá getur maður dregið fram kjólana, sandalana og notað litina! Gulir kjólar, rauðir skór, grænar buxur og so on! Afhverju ekki að fá sér neglur með lit líka? Eða naglalakka sig eins og óður maður með öllum litum? Það er jú nú í tísku að hafa ekki neina nögl eins ;) 


Mér persónulega finnst ekkert eins flott og litríkar og skemmtilegar neglur, sjálf var ég alltaf með gelneglur í langan tíma og fór aldrei út með eins neglur. Þó svo að karlpeningurinn sé kannski ekki duglegur við að veita nöglunum okkar eftirtekt þá er gaman að vera með fallegar og snyrtilegar neglur, og litríkar!
En fyrst og fremst er mikilvægt að hafa heilbrigðar og góðar neglur. 
Þess vegna ætla ég að deila með ykkur nokkrum skemmtilegum punktum um hvernig má halda nöglunum flottum, s.s fyrir ykkur sem kjósið að fá ykkur ekki gel neglur.

*Þegar þú þjalar neglurnar, pússaðu þá bara í eina átt, ef þú pússar hratt og mikið í sitthvora áttina áttu það á hættu að brjóta nöglina.

*Notaði olíu á naglaböndin til að halda þeim mjúkum og fínum, einnig er hægt að kaupa sérstak stykki til að ýta böndunum upp, ekki klippa þau!*
*Gott ráð áður en þú naglalakkar þig, þrífðu nöglina vel með asintoni, þannig fituhreinsaru neglurnar!

*Ekki nota grófu hliðina á naglaþjölinni nema 1 sinni í mánuði.
*Notaðu handáburð, það gefur nöglunum og naglaböndunum raka.

*Einnig vil ég sjálf mæla með hárkúr töflunum. Neglurnar á mér spretta þegar ég er á þessum töflum, ásamt hárinu auðvitað.

*Og að lokum, ekki naga eða kroppa neglurnar, hafði litla naglaþjöl frekar meðferðis í veskunu til að geta gripið í ef nögl brotnar.


En fyrst og fremst, vertu frumleg, notaðu liti og skemmtu þér með þá! Það eru til svo margar skemmtilegar útfærslur á því hvernig er hægt að naglalakka sig, prófaðu bara að setja dökku og drungalegu litina uppí skáp og prófaðu litina. 


***
***
Og að lokum fyrir ykkur sem viljið fá hugmyndir, hér er youtube video með auðveldum hugmyndum til að naglalakka sig á öðruvísi og litríkan hátt! Enjoy ;) 

Kveð í bili! 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli