24.7.13

Þú færð bara eitt útlit, hugsaðu vel um það

Áður en farið er útí grafalvarlegheitin þá verð ég að byrja bloggið á þessu hér !! Gæti ekki sagt að dagurinn myndi skemmast við að rekast á hann. 




*********************************************************************************

En yfir í annað en Gosling þó ég gæti talað um hann í allan dag. Ég á það stundum til að gleyma mér í tölvunni á kvöldinn að skoða allskonar fróðlegar upplýsingar um umhirðu húðarinnar, hárs og fleira.  Datt svo á skemmtilega punkta í pistli sem ég fann inná Smartland Mörtu Maríu sem er að finna á mbl.is. Ég elska að dunda mér á þessari síðu og skoða allt sem tengist útlitinu, hér tók ég saman nokkra góða punkta við umhirðu á útlitinu og hvers vegna þeir eru svona góðir. Enjoy ;) 


*Gúrkur á augu*

- Gúrkurnar eru nú kannski ekki settar beint á augun heldur á húðima í kringum og það gert vegna þess að gúrkurnar eru að mestum hluta úr vatni og eru því einstaklega rakagefandi. Einnig eru þær kælandi fyrir augnsvæðið. 



*Drekka tvo lítra af vatni á dag*
- Nú til að byrja með er mannslíkaminn 70% vatn... gott að halda því svona nokkuð eðlilegu er það ekki? Einnig hjálpar vatnsdrykkjan til við losun á úrgangsefnum úr líkamanum



*Tannkrem á bólur*
- Einfalt og gott, það þurrkar og sótthreinsar! 


*Til þess að fá mjúka fætur á að sofa í sokkum sem eru fullir af rakakremi*
-Hef ekki prófað þetta en heyrt að þetta virki einnig á hendur, en sjálf hef ég notað mjög feitt Nivea krem, rekið fæturnar uppá stól, borið þykkt lag af kremi á hælana og svona þau álagssvæði sem maður þornar gjarnan á og horft svo á eins og eina bíómynd, þrælvirkar!


*Raka hár af fótum með hárnæringu*
-Say what? Prófum þetta! 


*Til þess að lýsa hár skal nota sítrónusafa*
-Trikk sem ætti að virka ef hárið er rennbleytt í sítrónusafa, aðalega í rótina þá og fara svo út í sólbað, og nei dömur mínar ekki í ljós :) En farið varlega í þetta dömur mínar. 


*Naglalakk geymist best inni í ísskáp*


*Matarsódi til þess að gera tennurnar hvítari*
-Að tannbursta sig uppúr smá matarsóda getur gert kraftaverk eftir nokkur skipti.


*Ef maður á ekki þar til gerðan kinnalit má nota varalit í staðinn á kinnarnar*
-Í hófi... ;) Einnig eru kynnalitir í kremformi mjög fallegir, kemur glansandi og falleg áferð. 


*Úða hárburstann með ilmvatni*
-Góð hugmynd fyrir djammið því ekki mæli ég með að úða því beint í hárið, en persónulega nota ég bara froðu næringu sem ég set í rakt hárið eftir sturtu með góðri lykt. 



*Fiskafótsnyrting til þess að fá mýkri fætur*

-Enda er komið fiskispa í Reykjavík. 



*Nota hunang sem andlitsmaska*

-Hmm hef ekki heyrt um að nota hunang eitt og sér heldur blanda því með eggjahvítu og mjólk, þetta á að virka vel á bólur og hrukkur. 



*Hita skal augnhárabrettara fyrir notkun*

-Hlítur að hafa sömu virkni og sléttijárn og krullujárn? 



*Bæta mjólk út í baðið*

-Þetta hefur verið vinsæl aðferð ásamt því að bæta við hunangi þar sem mikið er af vítamíni í hunangi. 



*Nota hvíttunartannkrem til þess að ná gervibrúnku af lófum*

-Sniðugt trikk ef maður gleymir að þrífa hendurnar, annars á víst að koma mjög falleg áferð á húðina ef brúnkukrem er borð á með dömubindi, say no more!



*Blanda dropa af olíu saman við farða til þess að húðin ljómi*

-Mundi ekki mæla með þessu fyrir feita húð



*Nota tómatsósu til þess að ná hárlit úr hárinu*

-Ekki er öll vitleysan eins, en ef þetta virkar plís let me know!



*Graskersolía eða kókosolía er góð til þess að gefa hárinu raka*

-Skelltu hárinu í tagl, berðu kókosolíuna vel í taglið og rennbleyttu það, settu taglið í snúð og leyfðu því að standa í, ég leyfi því yfirleitt að vera í marga kl tíma (2-8 tima), algjör snilld fyrir þurrt og litað hár. 



*Farðu í kalda sturtu til þess að gera brjóstin stærri og stinnari*

-Snilldar ráð, einnig er gott að skella sér undir ískalda bunu eftir sturtu til að halda  húðinni stinnari.


*Nuddaðu ferskum jarðarberjum í andlitið til þess að freknurnar hverfi*



*Bættu piparmintuolíu í varasalvann til þess að fá betri stút á munninn*

-Gott ráð ef manni langar ekki til að eyða mörgum 1000 köllum í gloss sem stækkar varirnar



*Blanda saman geri og vatni til þess að lýsa andlitshár*

-Ef maður vill ekki fara í andlitsvax er þetta ekki svo vitlaus hugmynd. 


************************************************************************

Mikið af sniðugum hugmyndum fyrir útlitið sem kosta ekki mikið, til dæmis kostar góður andlitsmaski 3000 kr plús en egg og hugnang fer ekki yfir 500 krónurnar. Endilega ef þið lumið á fleiri hugmyndum að skilja eftir komment.
Einnig hef ég verið dugleg við að skoða youtube video og lært ýmislegt skemmtileg þar eins og t.d. greiðslur, make up og fleira. Ég datt inn á skemmtilegt makeup video í gær af stelpu sem ákvað að setja á sig sama make-up og rússneska fyrir sætan Alena Shishkova, ég ákvað að horfa á þetta video og prufa svo þetta make-up. En hér er video bloggið. 


***

Engin ummæli:

Skrifa ummæli