Kvöldið elsku fólk :)
Var að koma úr mælingu hjá Rósu og er að fara að hefja eitt annað átakið! Jeijj
Fólk hefur verið að furða sig mikið á þessu veseni á mér að vera að skrá mig í svona átakshóp og éta gras í mánuð til að grenna mig... (aðalega amma þó haha)
Well hér kemur smá skemmtilegt fyrir þig að lesa ef þú ert ein/n af þeim sem telur mig klikkaða haha :)
Ég er ekki í megrun (og það ætti enginn að vera), ég er bara að koma mér í gott form, ég er í fínu formi, en get alltaf gert betur! Enda er þetta jú áhugamál mitt (líkamsrækt) og er ég jú að fara að mennta mig sem einkaþjálfari (vonandi)...
Ég er ekki að svelta mig og hreyfa mig óþarflega mikið, ég hamast ekki eins og vitleysingur í fleiri tíma á brennslutækunum til að léttast!
Ég er sí étandi! Og ég lyfti! Oboy,,, :D
Ég er að borða 6 máltíðir á dag. Ég er bara að borða minna magn. Ekki of lítið heldur bara hæfilegt.
Og það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði fyrst í þessu var hversu vel mér leið eftir hverja máltíð. Ég lá ekki uppí sófa á kvöldin að springa því ég var svo södd. Ég hefði bara alveg eins getað hoppað í íþróttagallann og skellt mér á æfingu. Eitthvað sem ég get ekki hugsað mér þegar ég er búin að borða eins og ég vanalega geri. (fékk mér t.d subway og pepsi í kvöldmatinn... ég er ennþá södd 3 tímum seinna haha)
Og ég fæ mína nammidaga, guð sé lof!
Ég var komin á smá tímabil áður en ég fór í fyrri keppni þar sem ég var ekki alveg fullkomnlega ánægð með sjálfa mig (heldur ekkert óánægð) ég vissi bara að ég gat gert betur! Ég var alltaf í ræktinni en ekkert gerðist hjá mér... og ég fór að verða pirruð á því! Til hvers að hreyfa sig eins og bjáni ef það er allt til einskis??
Þannig mér datt sú vitleysa í hug að tékka á fjarþjálfun. Ég skoðaði tilboð á netinu hjá Gunnari og ætlaði að fara að skella mér á það þegar ég rakst fyrir slysni á síðuna hennar Rósu á fb og keppnina sem hún var að fara að byrja með...
Okay ég var hvort sem er að fara að taka mig á og skrá mig í þjálfun, afhverju ekki að reyna að vinna smá pening í leiðinni??
Svo ég bara skellti mér í þetta, vissi ekkert hvað ég var að fara að koma mér útí. Var pínu smeik við þetta þar sem allir fengu bara sama matarplan og æfingarplan... og ég sem er búin að vera í ræktinni lengi átti bara að fara að gera það sama og þær sem höfðu aldrei stigið fæti inn fyrir líkamsrækt áður...
I was wrooooong!
Þetta var algjör snilld, ég lærði nýjar æfingar og skemmti mér miklu betur í ræktinni! Var með æfingarplan á blaði og vissi nákvæmlega hvaða tæki ég átti að fara næst í og hvað mörg sett ég átti að taka!
Maturinn, elsku maturinn... Ég hef aldrei verið jafn þreytt á ævinni og fyrstu vikuna! Orkan kláraðist bara um 8 og ég var farin uppí rúm um 9. En sem betur fer vandist þetta og orkan kom til baka og mér leið miklu betur!
En það sem mér fannst lang best er að árangurinn lét ekki á sér standa! Maginn ákvað loks að standa ekki út í loftið öllum til sýnis og ástarhandföngin kreistust ekki út úr gallabuxunum! 30 dögum seinna var ég búin að skafa af mér 6,1 kg! Jeijjj
En ég ætla ekki að neita fyrir það að þetta var erfitt og ég spyr sjálfa mig af og til hvað í fja**** ég sé að gera með að skrá mig í annað svona átak haha.
Ég veit ekki hvort það sé bara keppnisskapið í mér eða þægindin við það að láta einhvern annan hreinlega segja mér fyrir verkum. S.s. hvað ég eigi að éta og hvað ég eigi að gera í ræktinni... og ekki skemma verðlaunin fyrir..
Svo var ég oft spurð að því hvernig ég gæti verið svona vond við sjálfa mig? Éta gott sem ekki neitt og leyfa mér ekkert.. well, sjálfsagi kallast það... hann var ekki 100% hjá mér en þó nokkuð góður. Ég fór bara að hætta að pæla í því hvað ég gæti verið að borða og át bara það sem ég átti að borða... tók að sjálfsögðu nokkur feilspor og fékk mér ís og fleira enda er ég bara mannleg. En svona í heildina litið fannst mér þetta bara nokkuð gott hjá mér og gekk örugg inn í lokamælinguna og vissi að ég hafði staðið mig vel og gert það sem ég gat gert (hugsaði samt án djóks að ég hefði alveg mátt gera fleiri armbeygjur og magaæfingar og hefði ekki átt að éta þetta og hitt, en það var ekki aftur snúið!)
Mælingin gekk líka svona ljómandi vel og aftur þurfti ég að kíkja við hjá henni Rósu daginn eftir til að ná í 50 kallinn minn sem ég hafði unnið :)
Og afhverju ætla ég að gera þetta aftur?
Þetta svín virkaði seinast!
Þannig fjörið byrjar aftur á mánudag! Vúhú..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli