13.8.14

Hrós dagsins fær...

Gott kvöld elsku fólk!

Ég verð klárlega að byrja þetta blogg á að hrósa Body Shop fyrir sína afburðar þjónustu!
Það bara klikkar aldrei að ég fái það sem mig vantar + frábæra og persónulega þjónustu í þessari búð! Og ekki skemmir verðið heldur!
Búin að gera dauðaleit af hyljara síðustu daga og þar sem ég er nýlega komin heim frá spáni þá vantar mér frekar dökkann hyljara. Neinei hann virðist hvergi finnast nema að kosta jafn mikið og meikkrukka... not happening ! 
Þannig ég gerði mér ferð í Bodyshop og finn þar fínann blýant ásamt frábæru spjalli og yndislega þjónustu frá stúlkunni sem var að vinna í Smáralind!

Ég versla mikið þarna því mér þykja vörurnar frá þeim mjög góðar og ódýrar (ég á rosa bágt með að kaupa mér fokdýrt snyrtidót). En það sem dregur mig alltaf í þessa búð er hvað ég fæ frábæra þjónustu! Þær vilja allt fyrir mann gera!
Eitt skiptið var ég að spá í að kaupa mér meik frá þeim en var eitthvað efins um að þetta myndi henta mér og sagði þeim frá því. Næsta sem ég veit er að ég er komin með prufur af öllum meikunum sem þær selja í lítið box. 
Seinna kem ég aftur og segist verða rosalega glansandi eftir meikin sem ég prufaði og áður en ég vissi af var ég komin með öll meikin aftur í prufuboxi og 2 týpur af dagkremum sem ég átti að nota undir! Þær spurðu mig útí húðtýpu, skoðuðu á mér andlitið og spurðu hvaða andlitskrem ég væri að nota! 
Þegar ég bað um þetta í annari búð var horft stórfurðulega á mig og mér bara hreinlega sagt að annað hvort keypti ég meikð eða ekki, engar prufur væri í boði... Einnig hef ég lent svo illa í því að stelpa sem var að vinna í snyrtibúð gat hreinlega ekki selt mér maskara þar sem engar prufur/tester voru til í heilu vöru merki... svo horfði hún bara afsakandi á mig og sagðist bara hreinlega ekki geta aðstoðað mig!! 

Þannig það er alveg sama hvað mig vantar, ég fæ alltaf alla þá hjálp sem ég þarf í Body Shop og geng út í hvert skipti með bros á vör! Og enda alltaf á að versla helling þar!

Auðvitað eru stelpurnar sölumenn og eiga að reyna að selja viðskiptavinum sem mest en í dag passaði stelpan vel uppá að ég ætti yddara sem færi við blýantinn, því hann var í stærri kantinum. Ég sagðist eiga yddara fyrir stærri blýant en vissi þá ekki að ég þyrfti ennþá stærri! Svo ég keypti bæði blýantinn og yddara fyrir minni pening en ég hefði gert á þeim stöðum sem ég var búin að skoða á!

Einnig sem viðskiptavinur finnst mér mjög mikilvægt að reyna að selja viðkomandi það sem hann þarf og hentar honum best. Ekki bara afþví þetta er það dýrasta og ætti því að vera það besta! Í Bodyshop fæ ég að skoða úrvalið! Ekki bara það dýrasta og besta! Við erum mismunandi eins og við erum margar og það sem hentar öðrum gæti hentað mér mjög illa þannig að.....

Bodyshop fær klárlega hrós aldarinnar frá mér :)!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli