28.8.13

Útlitið endurhannað!

Gott kvöld elsku lesendur! 



Hef verið að fá rosalega góðar viðtökur við blogginu og margar sem hafa gaman að lesa um útlit og hinum ýmsu ráðum í kringum það. En í kvöld langar mig einnig til að tala um útlit, bara ekki útlit okkar. 
Ég er búin að vera í miklum pælingum síðustu daga og langar rosalega til að taka ákveðið útlit í gegn sem tengist sjálfri mér ekki. Herbergið okkar! It needs makeover! 

Uppáhalds staðurinn minn í íbúðinni er klárlega svefnherbergið mitt, þar hvíli ég mig, geymi fötin mín og skó og einnig nýt ég þess bara mjög að vera inn í herbergi! Bara besti staður í heimi! Ekkert er því eins skemmtilegt og að eiga fallegt og snyrtilegt herbergi sem er gaman að koma inn í. 
Don't get me wrong, herbergið mitt lítur alls ekki illa út, en því var bara hent upp í snatri þegar við fluttum og ekkert meira gert fyrir að til að gera það fínt! Eins og til dæmis hengur ein mynd uppá vegg. Ég hef einfaldlega ekki nennt út í búð að kaupa fleiri herðatré þannig skyrturnar hans Bensa er raðað nokkrum saman á herðatré.. Náttborðin eru úr ljósum við, skrifborðið svart og skóhillurnar mínar eru rauðbrúnar, who does this?? 

Pælingarnar fóru á fullt og langar mig í gardínur á ströng, ljósar, fallegar , gegnsæar gardínur sem þjóna ekki neinum tilgangi nema að láta herbergið líta vel út. 


Mig langar í stól út í horn og hvíta kommóðu við hann, þó stólinn þjóni eflaust engum tilgangi þarna inni nema að safna fötum þá lúkkar þetta bara of vel! 


Mig langar í fleiri myndir upp á vegg, hillur eða eitthvað skraut til að lífga uppá pleisið. Nýja lampa, styttur eða hvað eina! 


Svo er mig farið að dauðlanga í rúmteppi! Kodda og fleiri kodda! Þeir þjóna heldur engum tilgangi og ég veit ég á eftir að bilast eftir viku við það að búa um rúmið og raða öllum þessum koddum á sinn stað, því ekki er það ég nú þegar sem sé um að búa um rúmið hehe. Þetta er bara svo æðislega smart! Setur svo mikinn stíl á herbergið. 


Svo er það nýjasta æðið, rúmgafl! Ég á kingsize rúm og langar alveg rosalega í minna rúm annað hvort með rúmgrind eða gafli! Einnig langar mig að færa rúmið útí horn svo það sé bara hægt að fara úr því öðru megin, don't ask me why en það lookar svo kósý og kúrulegt svona útí horni með girnilega rúmteppið og alla þessa kodda!




Ohh mig langar að gera svo mikið. Og ætla mér að gera það smátt og smátt, en það sem mig langar þó mest til að gera er að skella mér í góða hirðirinn, gera kaup á gömlum og góðum hlutum, gefa þeim nýtt líf og endurnýta þá! Og vil ég þá nýta tækifærði og segja ykkur sem hafið ekki farið í góða hirðirinn ennþá skellið ykkur! Þú ert kannski ekki að fara að kaupa silki rúmföt þarna eða silfur hnífapör, en það leynist ýmislegt sniðugt þarna! Eins og til dæmis keyptum við Bensi stofuborðið okkar þar á heilar 2500 kr! Ekki kannski í besta standi en lítið mál að pússa það og mála, eða bara einfaldlega skella dúk yfir það í stað þess að kaupa stofuborð fyrir 100 þús! Eins og ég sagði áðan að þá færðu ekki það nýjasta og flottasta þarna en það er svo lítið mál að gera hlutina upp! Aðeins að mála þá og skrúfa saman ef þess þarf! 
Endilega kíkið í Góða Hirðirinn, sérstaklega sniðugt fyrir þá sem eru peningalitlir en langar að gera heimili sitt fallegt!


Í öllum mínum herbergis pælingum datt ég inná sniðugt blogg hjá konu sem heitir Soffía Dögg og bloggar hún um skreytingar á hinum ýmsu herbergjum, stofu, baðherbergi, forstofu og fleiru! Mæli eindregið með að kíkja á þessa síðu ef þið eruð í breytingar pælingum! 





Hér er til dæmis nokkrar sniðugar hugmyndir af síðunni hennar, Hér er linkurinn af síðunni hennar! Endilega takið ykkur tíma í að skoða þessa síðu, þið eigið ekki eftir að sjá eftir því ;)

Kveð í bili, hendi eflaust fyrir og eftir myndum inn þegar ég hef gert smá makeover á herbergið! 


18.8.13

Heimagert bínukvöld

Góðan dag elsku lesendur :) 





Allar getum við verið sammála því að líta vel út er ekki bara sársaukafullt heldur einnig mjög dýrt! Öll þessi krem, hárvörur og málingardót kostar bæði handlegg og fótlegg! Ég er viss um að ef ég myndi selja allt mitt snyrtidótt á upprunalega verðinu ætti ég eflaust nóg fyrir útborgun á íbúð! En hey, hver vill eiga íbúð og vera ógeðslega ljótur?



En okay nú er hart í ári og það fer ekkert á milli mála hvort maður kaupi sér mat eða nýtt krullujárn. Sjálf hef ég þurft af fórna allt of miklu eftir að peningarnir hættu að vaxa á trjánum. Sem dæmi:
-Ég eyði ekki 12000 kr í hárgreiðslu í hverjum mánuði eins og ég var vön
-Ég hætti að kaupa djúpnæringuna mína dýru og sjampóið og hárnæringuna. 
-Bara augnabrúna blýjanturinn minn kostaði 4000, já þú last rétt 4000 þúsund!
-Ég fór að kaupa krem í bónus, 
-Og förðunarkostnaðurinn minn þurfti að snarlækka, ég þori ekki enn að taka saman það sem ég eyddi í snyrtidót!

En svo fattaði ég loks að þetta þarf ekkert að vera svona dýrt! Maður þarf bara að vera sniðugur og hafa smá tíma :) Hér ætla ég að gefa ykkur smá uppskrift af fullkomnu bínukvöldi sem gerir ykkur ekki gjaldþrota! ;)


Heimagerður hármaski:

1stk egg 
1msk olía
2msk vatn

Skilja að eggjahvítu og rauðu, þeyta hvítuna, hræra saman rauðunni olíunni og vatninu svo blanda varlega saman og setja í rakt hárið eftir þvott einungis með sjampói og látið standa í hárinu í 15 mínútur og skola svo úr. 





Heimagert andlitsskrúbb:

Hafraskrúbb:
1-2 msk af ólvíuolíu
1 tsk haframjöl
1 tsk mulið maldon sjávarsalt. 

Öllu er svo blandað vel saman og nuddað á húðina með hringlaga hreyfingum. Passa skal þó að mylja saltið vel niður svo það rispi ekki húðina. Með þessum skrúbb eru þið að fjarlægja dauðar húðfrumur. Skola af með volgu vatni. 



Heimagerður andlitsmaski:

Maski úr AB mjólk og lyftidufti. Djúpheinsir.
Blanda saman 1-2 tsk af ab mjólk og 1-2 tsk af lyftidufti. Nudda vel á húðina og leyfa mjólkinni að liggja á í 2-3 mínútur. Fjarlægir óhreinindi vel og húðin verður silkimjúk. 



Heimagert líkamsskrúbb:

Olíuskrúbb
Hálfur bolli af kókosolíu
Hálfur bolli af brúnum sykri 
Hálf teskeið af vanillu. 

Þessu er svo öllu blandað vel saman og nuddað vel á líkaman, skolað síðan af með volgu vatni 



Heimagerð tannhvítun:

Aðferð sem við allar ættum að kannast við. Blanda teskeið af matarsóda í vatn og burtsa tennurnar uppúr þessu 2x á dag. Treystu mér árangurinn lætur ekki á sér standa :) 




Hér eruðið búnar að lesa um nokkrar ódýrar aðferðir að hinu fullkomna bínukvöldi, þetta þarf ekki að vera dýrt ef maður vill það ekki. Kosturinn við að hafa þetta heimagert er að þú veist innihald vörunnar. Ég komst til dæmis að því um daginn að sjampóið sem ég hafði áður fyrr alltaf notað innihélt víst helling af efnum sem eiga ekkert að vera í sjampói. 

Það er til margar uppskriftir af heimagerðum vörum, við þurfum að sýna líkama okkar, húð og hári tillit, ekki erum við allar eins. Hér er linkur sem ég fann á bland.is með fullt af uppskriftum af heimagerðum vörum. 

Einnig eru hér nokkur góð ráð við að spara make-up kostnaðinn því ég veit ekki alveg hvað mér finnst um að að fara að gera heimatilbúnar snyrtivörur. 



-Keyptu stærri maskara. Ekki þessa sem eru tvískiptir, s.s hvítur og svo maskarinn sjálfur, en ef þú átt svoleiðis fyrir geymdu hann því maður klárar aldrei hvíta hlutann ;) 

- Notaðu BB krem eða litað dagkrem í staðinn fyrir meikið. Það er ódýrar, gefur húðinni gljáa, nærir hana og gefur náttúrulegara útlit. Svo er hægt að dusta smá púðri yfir. Og það af leiðandi spararu meikið fyrir sérstök tilefni og þarft ekki að kaupa þér krukku í hverjum mánuði. 

-Keyptu augnskugga palíettu í stað fyrir staka augnskugga, þetta kostar nánast það sama!

-Keyptu þér burstasett í stað fyrir staka bursta. Sama gildir um þá að stakir kosta næstum það sama og settið, einnig eru vörumerkin ekki alltaf með bestu burstana, mér var sýndur bursti á 6000 kr (dýrara en f*** meikið mitt haha) og ég keypti mér alveg eins bursta í apótekinu á 900 kr, mér finnst hann alls ekkert slæmur!

Jæja, segjum þetta gott í dag :) Endilega prófið að taka dag sem þið eigið frí og dekrið við ykkur, það mun enginn sjá eftir því. 

Kv. Karó 

6.8.13

Undirstaða útlitsins


Gott kvöld kæru lesendur!

Vona að allir hafi átt góða helgi og skemmt sér konunglega hvert sem ferðinni var heitið um helgina. Sjálf ákvað ég að kíkja bara í Húsafell með mínum heitt elskaða, eiga rómó helgi í rólegheitunum þar með fjölsyldufólkinu, sumir telja mig bilaða að eyða stærstu helgi ársins svona, en þetta var ósköp ljúft. Borðaður góður matur, drukkið smá vín, farið á brennu og kíkt í sund. Kom endurnærð heim! 

En yfir í uppáhaldið okkar allra, snyrtidót! Búin að vera mikið að stússast í snyrtidótinu mínu uppá síðkastið og spá og spekúlegar mikið í hvað ég er að nota og hvað ég eigi að hætta að nota.

Meiiiik, meik og aftur meik. Við elskum allar meik, undistaða farðans! Ég gerði stórkostlegu mistök um daginn við val á meiki, hef alltaf keypt frá Loréal og sá "nýtt" meik frá þeim, fann minn lit og keypti það! Ekki flóknar en það. Fer svo heim alsæl með mitt nýja meik og set það í snyrtiboxið, nota það ekki í svolítinn tíma þar sem ég átti enn eftir smá af gamla meikinu. Svo fer ég að nota nýja meikið og skil ekkert í áferðinni á þessu drasli. Mér fannst það voða þunnt og skrítið, ekki alveg eins og það hafði litið út á hendini á mér. Well ég lét mig hafa þetta í svona nokkra mánuði þar sem ég meika mig ekki það oft, nema um daginn fór mér að þykja þetta voða undarlegt og skoða dolluna aðeins sem ég hafði eytt 5000 kr í. Þá hafði mér tekist að kaupa hrukku meik! Geri aðrir betur.. þannig þá kom það í ljós að mér vantaði nýtt meik. Ég fór og ákvað að prófa BB krem og fæ fagmanns aðstoð við val á kremi í hagkaup. Konan selur mér krem og ég fer alsæl með það heim. Skelli mér svo í ræktina daginn eftir og ber mitt nýja krem/meik á mig og bregður heldur betur! Liturinn var svo dökkur framan í mér að ég hefði alveg eins getað teiknað svartar línur fyrir ofan augun á mér til að fullkomna útlitið. Well ég brunaði sár útí Smáralind og fer í Bodyshop að kaupa mér púður, meiri pening vildi ég ekki eyða í meik. 

Svo fór ég þó aftur í Hagkaup og útskýri fyrir öðrum starfsmanni þarna í snyrtideildinni að mig langi í meik en þori ekki að kaupa meik og komast svo að því heima hvort það henti eða ekki og spyr stelpuna hvort það sé ekki möguleiki á að fá prufu þar sem meikin sem ég var að pæla í kostuðu um 5-8 þúsund. Nei það var ekki möguleiki nema að fá smá prufu í poka. Ég þakkaði pent fyrir mig og gekk tómhent út. 
Mér finnst það mjög mikilvægt að fá rétt meik, eins og ég sagði áður þá er þetta undirsaða förðunarinnar. Það lítur enginn vel út með of dökkt eða of ljóst meik. 

***

Það er mjög mikilvægt að velja réttan lit fyrir húðina. Því ákvað ég að prófa að fara í Bodyshop, þar sem ég hef ávallt fengið fyrirmynda þjónustu og biðja þær um ráð. Fyrst fékk ég prufu af BB kremi, ég elskaði það! Þar næst lét hún mik hafa prufur heim af 2 teg af meiki. Mér var sagt að fara heim og prufa þetta allt, birtan í búðinni væri ekki nóg til að dæma um það hvort liturinn sem ég væri að velja hentaði mér, einnig væri erfitt að sjá það bara á handarbakinu hvort um réttan lit væri að velja. Hver prufa dugði í 2 skipti og ég er strax búin að finna mér meik sem hentar mér fullkomlega og kostar ekki nema um 3000 kr! :) 

Vandið valið stelpur þegar kemur að meiki, fáið aðstoð við val á því og ekki vera feimnar að biðja um prufur! Þetta er ekki beint ódýrasta snyrtivaran sem maður kaupir og ekki svo auðvelt að fara með krukkuna aftur í búðina eftir að hafa notað hana og fá henni skipt út fyrir annan lit! :) Munið líka að ykkar húð er ekki eins og hver önnur húð, því getur meikið sem vinkona ykkar notar ekki hentað ykkur þó þið séuð með sama húðlit. Þín húð getur verið þurr á meðan vinkona þín er með mjög feita húð. 

Einnig annað sem gott er að hafa í huga varðandi meikið er púðinn eða burstinn sem notaður er til að bera meikið á. Muna að þrífa púðann og burstann vel, ef þið notið meik daglega, þrífið burstan vikulega með til dæmis sjampói, einfalt fljótlegt og púðinn/burstinn dugir lengur.  

Sjálf keypti ég mér nýjan bursta um daginn því ég var ekki nægilega dugleg að muna að þrífa púðann minn og hann hreinlega gaf upp öndina. Ég tékkaði á bursta í apótekinu, man nú ekki frá hvaða merki burstinn var en hann kostaði ekki nema 6000 kr! Ég þakkaði pent fyrir mig og fór út, fór í annað apótek seinna um kvöldið og fann alveg eins bursta (ekki sama merki) en fyrir ekki nema 1000 kr! Snilld sem ég verð að deila með ykkur stelpur, sjálf hef ég verið háð púðanum og puttunum á mér, sem ég er að reyna að venja mig af! 


Þessi bursti er algjör snilld! Áferðin á meikinu verður svo miklu fallegir, engar línur eða þykkara lag hér og þar af meiki! Try this! 
Smá video hér í lokin, hef gaman af þessari stelpu, hún er með allskonar skemmtileg blokk um förðun endilega gefið ykkur tíma í að skoða þetta. Dagsförðun 

Jæja kveð í bili :) Endilega hendið á mig hugmyndum um blogg ;)