14.10.14

Þriðjudags gaman! :)

Gott og blessað kvöld elsku lesendur! 

Dagurinn minn er búinn að vera hreint yndislegur í alla staði! 
Morguninn byrjaði snemma í ræktinni því ég átti von á litlum gutta í
 heimsókn um 10 leitið! Gleði gleði! 


Fékk að passa þennan sæta prins í nokkra tíma!
Tókum hann á smá miðbæjarrölt og enduðum niðrá tjörn að gefa öndunum
honum til mikillar gleði! Enda minn maður mikill dýravinur! Og eftir hamagang
dagsins rotuðumst við bæði uppúr hádegi haha, hann í vagninum og ég upp í rúmi!

Svo kom mamman að sækja hann og ákvað að gefa mér smá glaðning!


Fékk sem sagt bodysprey frá VS með mangó lykt! Namm! Og bodylotion frá VS líka!
Ekki nóg með það þá fékk ég nýjan maskara frá Helena Rubinstein takk fyrir pent! 


Hlakka mjög mikið til að prófa hann! Enda hafa allir lofsamað maskarana frá HR!
Svo leyndist krem frá Biotherm í pokanum líka! 


Mikið rosalega er gaman að fá svona skemmtilegan glaðning :) 
Þakka henni Herdísi kærlega fyrir mig! 

Eftir að Kritsján fór frá mér datt ég inn á youtube að horfa á förðunar video.
Fylgist vel með Lauren Curtis. Finnst hún mjög góð,



Elska þessa förðun til dæmis og hef prufað hana sjálf. Einfalt og mjög classy!
Nema hvað að ég fór að skoða fleiri video í þessum dúr og datt inn á síðu hjá stelpu
sem heitir Chloe Morello. 



Fannst þessi förðun algjör snilld! Á klárlega eftir að prufa þetta við tækifæri. 
Finnst hún svoldið lík Blair i Gossip Girl :) 

Fór rosalega mikið að pæla í augnabrúnunum hennar og hversu náttúrulegar
þær eru! Leit svo á mínar í speglinum og klæddi mig strax í úlpuna og
skellti mér í Kringluna haha :) 

Rölti í allar þær búðir sem selja snyrtivörur og skoðaði úrvalið og 
verslaði mér pínulítið. 


Endaði semsagt í Bodyshop (eins og alltaf) og keypti mér þennan líka fína
augnabrúnalit (meira eins og augnskuggi. 
Eins og alltaf fæ ég fullkomna, persónulega og skemmtilega þjónustu í Bodyshop
Stelpan átti við sama vandamál og ég að stírða... s.s með gott sem engar 
augnabrúnir haha og mældi með þessum augnabrúnalit! 
Ég var ekki lengi að koma mér heim að prufa og verð bara að segja að
 útkoman er algjör snilld!


Er með nýja litinn á vinstri augnabrúninni og minn gamla blýant á þeirri 
hægri. Ath samt að ég var ný búin að laga hann áður en ég tók myndina!
Finnst nýji liturinn gefa miklu betri fyllingu og náttúrulega útlit 
sem sést reyndar mun betur heldur en á myndinni.

Einnig kíkti ég í Hagkaup og ætlaði að kaupa mér rúllubursta til að blása 
á mér hárið en fann engann sniðugan þar sem ég er mjög hársár og get ekki 
notað hvað sem er þannig ég endaði bara á að henda mér í djúpu laugina og 
kaupa mér rúllur... old fashion haha! 
Vona bara að kunnáttan síðan úr hárgreiðslu náminu 2007  sé enn til staðar!
Kemst að því á morgun! 

En alltaf enda ég svo á að skoða varaliti... ég er gott sem aldrei með varalit 
heldur alltaf glossa en langar samt alltaf rosalega í varaliti!
Hef 2x áður keypt mér varaliti sem lookuðu voða vel á handarbakinu en 
sama var ekki að sjá á vörunum á mér haha.
Einn ljósbrúnan og svo annan svona kóralbleikan. Hann reyndist svo 
vera appelsínugulur mér til mikillar mæðu!
Þannig ég varð pínu smeik þegar ég lagði varalitinn á borðið og var að fara 
að borga hann... Borgaði hann þó og brunaði heim til að prufa hann!
Og viti menn! Hann er æði!!



Er reyndar aðeins ljósari en á þessari mynd! Mjög flottur varalitur
sem hægt er að nota við hversdags förðunina eða fyrir djammið!

Lengra ætla ég ekki að hafa þetta ;) Njótið! 
Kem svo kannski með update af því hvernig maskarinn og hárrúlurnar koma út!

Kv. Karó 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli