9.2.16

Í tilefni valentínusardags :)

Afhverju endast nútímasambönd svona stutt? 

Hefur einhver einhvertíman veitt því eftirtekt að sambönd endast styttra en hjá ömmum okkar og öfum? Hvað er breytt? Afhverju mistekst okkur að elska til æviloka þrátt fyrir að reyna? Ætli við kunnum að elska? Eða verra, vitum við hvað það er?

Áður en ég vitna hér í yndislegan texta sem églas þá var það ónefndur einstaklingur sem lá mikið á að ræða þetta tiltekna málefni við mig og sagði "Ykkur unga fólkinu liggur svo á nú til dags, þið gefið ykkur ekki tíma til að kynnast og njóta hvors annars, það snýst allt um að byrja að búa og eignast börn, hvað með ykkur og ykkar tíma?" 

Erum við ekki undirbúin? Fyrir þær fórnir og þær málamiðlanir sem munu verða til staðar? Eða fyrir þá skilyrðislausu ást sem við fáum eða gefum? Eða erum við ekki undir það búin að gera allt til að sambandið gangi? 
Gefumst við of fljótt upp? Fær ástin ekki að þroskast með okkur? Erum við of fljót að ganga í burtu þegar illa gengur? 

Mögulega erum við ekki að leita af ást heldur einhverju allt öðru. Spennan! Við viljum hafa einhvern okkur við hlið til að gera hluti með, horfa á bíóyndir eða djamma með. Ekki einhvern sem skilur okkur, þekkir okkur að innan sem utan. 

Við eyðum tíma saman, en hvar eru minningarnar? 
Við viljum ekki lifa innantómu lífi, við viljum einhvern okkur við hlið í gegnum lífið en hugsum ekki fram í tímann, ef þessi einhver gerir okkur hamingjusöm núna, meira þarf ekki. Núið er það sem skiptir okkur máli þessa stundina. 

Hvað svo þegar spennan hverfur? Það hefur enginn undirbúið okkur undir það. Hvað skal gera næst. Á þetta ekki alltaf að vera eins og draumur? Fáum við ekki alltaf fiðrildi í magann við að hitta maka okkar?
Það hefur enginn tíma fyrir ástina. Við lifum of hratt. Við höfum ekki þolimæðina til að vinna í sambandi, þetta á bara að virka, þetta á ekki að vera vinna. Þetta á auðvitað bara að vera þæginlegt! 
Eins og umheimurinn er í dag snýst allt um að fá viðurkenningu á einhvern hátt fyrir allt sem við gerum. Myndir sem við deilum á samfélagsmiðlana, til að fá einskonar samþykki frá hinum, jafnvel fyrir maka. Afhverju?

Samt þráum við ekkert heitara í sambandinu en að vera búin að þroskast með maka okkar, hafa sterk tilfinningaleg tengsl, sem einungis þróast með árunum, þrátt fyrir að þekkja maka okkar lítið. Við viljum það allt í byrjun. Við höfum ekki tíma í þetta, á þetta ekki bara að vera til staðar? Við höfum ekki tíma fyrir ástina. 
Mannskeppnan mundi kjósa það frekar að eyða hverjum klukkutíma sólahrings með hundrað manns frekar en öllum 24 tímunum með sömu manneskjunni. Við erum félagsverur, viljum kynnast fólki og vera social. Við höfum meiri trú á að hitta fólk en að virkilega gefa okkur tíma í að kynnast því. Græðgin, við viljum allt, viljum ekki fórna neinu. Við viljum hafa möguleika, möguleikann á því að stíga jafn hratt úr sambandinu og við fórum inn í það ef eitthvað bjátar á eða eitthvað betra er til staðar. 
Við viljum ekki draga fram það besta í manneskjunni, hún á að vera fullkomin. Við hittum fullt af fólki en gefum fáum alvöru séns. Það er alltaf eitthvað...

Tæknin hefur fært okkur nær hvort öðru, á annan hátt,of nálægt. Við erum hætt að hringja eða hittast til að spjalla. Allt fer þetta nú fram í gegnum skilaboð, snapchatt og samfélagsmiðlana. Tinder.. gleymum því ekki. Við höfum ekki lengur þá þörf til að eyða tíma saman. Við fáum nóg af hvort öðru nú þegar því við erum í stöðugu sambandi. Það er ekkert eftir að tala um.

Við erum farin að sannfæra sjálf okkur um að við erum ekki gerð fyrir langtímasambönd. Við erum með skuldbindingarfælni. Við viljum ekki binda okkur of mikið. Tilhugsunin ein og sér hræðir okkur. Við getum ekki hugsað þá hugsun til enda að vera með sömu manneskjunni alla okkar ævi.

Við erum klámkynslóðin. Við aðgreinum kynlíf og ást. Eða það höldum við. Við getum stundað kynlíf án einhverra skuldbindinga. Við erum einnar nætur gaman kynslóðin. Við byrjum á kynlífinu og sjáum svo til hvort við viljum elska viðkomandi. En kynlífið er auðvelt að fá... en tryggðin?
Image result for loveNú snýst allt um að fá að ríða, ekki afþví þú elskar manneskjuna heldur vegna þess hve gott þetta þykir. Þessi tímabundna upplifun sem við höfum mikla þörf fyrir að uppfylla. Enda þykir kynlíf utan sambands ekkert hallærislegt í dag. Nú er engin bið, allt byrjar á rúminu og séð til hvort lengra verður farið eftir það. 
Nú er sambönd ekki einföld lengur, það eru opin sambönd, bólfélagar, einnar nætur gaman og engin skuldbinding. 
Við kunnum ekki að elska skilyrðislaust lengur. Við mundum ekki fljúga hinumegin á hnöttinn fyrir þann sem við elskum. Sambandinu yrði slitið sökum fjarlægðar. Ástin ræður ekki við það. Það er aldrei að fara að ganga. Við erum hrædda kynslóðin. Hrædd við að verða ástfangin, hrædd við skuldbindingar og breytingar, hrædd við að verða særð. Við hleypum engum að. Né stígum við út fyrir okkar þægindaramma og veitum skilyrðislausa ást. Við reisum veggi, leitum þar bakvið af hinni fullkomnu ást á sama tíma sem við flýjum hana þegar við finnum hana. Við ráðum ekki við þetta. Við getum ekki berað okkur svona fyrir einhverjum. Við erum of lokuð. 
Image result for love
Við kunnum ekki að meta né bera næga virðingu fyrir sambandinu. Við látum þann sem við elskum fara fyrir þann sem við hrífumst af. 
Það er ekkert við sem við getum ekki sigrað í þessum heimi! En samt getum við ekki sigrast á ástinni, sem er eitt af undistöðum í manseðlinu. Hvað skal þá gera?


-Karó

7.8.15

Ég verð líka hrifin af stelpum...

Hæ elsku yndislegu þið!


Í dag er ég rosa rosa glöð og hamingjusöm :) Ég var að kaupa allt skóladótið mitt fyrir einkaþjálfaranámið! Skólinn er að byrja á mánudaginn! Mér líður eins og ég sé að fara að byrja aftur í fyrsta bekk :O Loks komið að því að ég sé að fara að læra eitthvað sem ég hef virkilega mikinn áhuga á en ekki eitthvað sem ég þarf að læra bara afþví bara!

Allt skóladótið fékk að vera bleikt! En ekki hvað :$ Ég elska bleikan... ef það hefur eitthvað farið framhjá ykkur sem þekkið mig! 
Svo var ég líka að kaupa klípu!! Sem sagt til að mæla fituprósentu! 
Búið að vera draumur að læra að fitumæla og lét loks verða af því í gær að læra það! Fór svo beint útí Hreysti í dag og keypti líka þessa fínu klípu sem ég á eftir að nota óspart ;) 


Hversu fínt?? :D En gaman að segja frá því að ég er að fara að prófa að þjálfa 2 vinkonur mínar eftir helgi. Búin að setja upp æfinga og matarplan fyrir þær, sem ég sjálf er líka að fara eftir þennan mánuðinn :) Fæ svo að mæla þær fyrir og eftir til að sjá árangurinn! En nóg í bili um einkaþjálfarann.. gæti talað um hann í allt kvöld þannig... stoppum þetta bara núna! 

Yfir í annað mjög svo persónulegt, svona í tilefni helgarinnar :) 

Gaypride er yndisleg helgi í alla staði fyrir allt og alla :) Ég elska að búa á Íslandi þessa helgi og sjá Íslendinga koma saman til að fagna fjölbreytileikanum. 

Þessi helgi er mér mjög mikilvæg :) Kannski ekki margir sem vita það, enda er ég ekkert að kynna mig með nafni og kynhneigð minni, en ég kom út úr hálfum skápnum árið 2009. Nánar tiltekið 26 desember. 
Já góðu lesendur, ég verð líka hrifin af stelpum. 

Ég hef oft fengið að heyra það að það sé ekki hægt að vera fyrir bæði kynin. Þú ert bara annað hvort lessa eða hommi... ekkert þar á milli! En hvernig getur það þá verið að ég er bara fyrir bæði kynin? Mér er alveg sama hvort viðkomandi sé með píku eða typpi ef mér finnst viðkomandi manneskja aðlaðandi... ég horfi á stelpur nákvæmlega sömu augum og ég horfi á stráka. Don't get me wrong ég slefa ekki yfir öllum! En ef mér finnst einhver aðlaðandi er ég lítið að spá í kyninu... that's how it is og mér finnst það bara allt í lagi :) 



Byrjum frá byrjun og hefjum sögu kynhneigðar minnar... 

Well byrjum á því að enginn vaknar bara sem hommi, lessa eða bæjari... við fæðumst þannig! Ég vissi þetta strax í grunnskóla þegar ég komst á kynþroskan og við stelpurnar fórum að skoða strákana. Ég átti það til að horfa þannig á stelpur líka.
Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja nokkrum manni frá þessu.. ekki einusinni bestu vinkonu minni! Svo mikið skammaðist ég mín fyrir þetta, hélt að það væri bara eitthvað að mér. Ég reyndi lítið að pæla í þessu og eignaðist minn skammt af kærustum (sem entist í sólahring til viku hahah) og allt í góðu með það en mig langaði rosalega til að kyssa stelpu... bara svona hvernig ætli það sé? 
Ég var forvitin. And I did :) Þó þetta hafi bara verið smá tilraunastarfsemi hjá okkur þá staðfesti þetta enn frekar fyrir mér að ég hefði sama áhuga á stelpum og ég hafði á strákum.

Grunnskólinn leið og ég fór úr honum með kærasta sem var kominn í framhaldsskóla. 2006 fór ég í framhaldsskóla. Þar átti ég góða vinkonu sem var samkynhneigð. Hún var með stelpu og mér fannst það svo eðlilegt! Hékk mjög mikið með þeim og öðrum samkynhneigðum stelpum. Mér leið betur með sjálfa mig og sannfærðist um að það væri ekkert að mér! En af einhverjum ástæðum þorði ég ekki fyrir mitt litla líf að koma úr skápnum... ekki séns! 



Árið 2009 endaði mjög illa hjá mér. Ss mjög slæm sambandsslit sem ég átti mjög erfitt með að komast út úr. En allt gekk þó að lokum og mér leið eins og þungu fargi hafi verið létt af mér... að mestu. Eftir þessi sambandsslit fór ég á smá tilraunaskeið, skulum bara kalla "það"það. Ég var ekki enn komin út úr skápnum en ég var farin að laumupúkast :) haha. 

26 desember er ég svo á leiðinni á djammið í Reykjavík með vinkonum mínum, Kamillu og Nedu. Af einhverjum ástæðum ákvað ég að þetta yrði dagurinn sem ég kæmi út! 

Ég man svo vel eftir því að sitja inní herbergi og hugsa um þetta í hringi. Hvernig á ég að segja fólki þetta... hverjum á ég að segja þetta? Pabbi er frami... byrjum á pabba!
Well pabbi hélt ég væri að djóka! Ætli hann haldi það enn í dag??? :O

Næst sagði ég Kamillu frá þessu og ég hefði alveg eins getað sagt henni að ég andaði... Hún hafði vitað þetta allan tímann haha :) 

En mikið var yndislegt að hafa komið þessu frá mér, viðurkennt þetta fyrir öðrum en fyrst og fremst fyrir sjálfri mér! 

En í dag fæ ég viðbrögð við því ef ég segist vera by.. "Haaa í alvöru?, Þú berð það ekki utan á þér? " Neiiii á maður að líta eitthvað spes út ef maður er by... óoóó ég gleymdi þeim kafla í bókinni "how to become a bysexual" hahah 

Ég er ekki mikið að auglýsa þetta enda finnst mér kynhneigð fólk alls ekki eiga að skipta máli.. ég er ekki verri persóna þó mér finnist stelpur líka aðlaðandi! En mér finnst alltaf jafn skemmtilega merkilegt hvað fólk verður hissa þegar það kemst að þessu um mig... Ég ber þetta víst ekki utan á mér ;) Hahah 


Afhverju er ég þá með strák núna? Well hann bara kom og var með typpi... svo var hann bara svoldið sætur og svo varð hann líka bara skemmtilegur og sætari þannig ég fór bara að deita hann þó hann var ekki með pjöllu og brjóst... 
Hann heldur því þó fram að ég sé lessa... 
Ég held það sé satt hjá honum... mig vantar bara einhvern mann á heimilið til að drepa kóngulærnar og negla nagla og færa húsgögn og svona man stuff...;) 

End of story! 


Verum góð við allt og alla, sama hvaða kyni þau laðast að :) Þó þau fæðist í vitlausum líkama, þá er það bara allt í lagi, tæknin býður uppá að fixa það! Við erum öll manneskjur og viljum bara öll elska og vera hamingjusöm með þeim sem við viljum vera með og í þeim líkama sem við áttum að fæðast í/fæddumst í.  One love :)! 


14.6.15

Yndisleg 3 ár!

Góðan dag elsku þið!

Ég er í svo góðu skapi á þessum yndislega sólríka sunnudegi að mér fannst tilefni til að henda í eitt blogg! 


Skemmtilegt lag til að hlusta á ;) 



Ég fékk loks langþráð email frá Keilir á miðvikudaginn! Ég komst inn í ÍAK einkaþjálfarann!! Ég dó næstum ég varð svo glöð!! Eftir 2 ára pásu er aftur haldið á skólabekk!! Loks að læra eitthvað sem ég hef brennandi áhuga á! 



Skólinn verður sko tekinn með trompi! 


En yfir í annað gleðiefni :) Á morgun 15 júní eigum við Bensi 3 ára afmæli :D Víjj! Honum finnst alveg magnað hvað við erum búin að vera saman ógeðslega lengi, jújú þetta er góður tími, en bíddu bara Bensi minn, þetta á eftir að verða miklu fleiri ár ;) 

En þar sem við verðum að vinna á morgun og getum ekki notið dagsins saman ákváðum við að skella okkur uppí bústað um helgina og njóta okkar í botn :) Áttum yndislega leti helgi í sól og blíðu alla helgina! En ætla ekki að hafa bloggið neitt lengra en ætla að skella inn nokkrum myndum af okkur frá síðustu 3 árum! 



2012 þegar ég ákvað loks að kynna hann fyrir mömmu ;) 


Okkar fyrsta bústaðaferð :D


Bauð honum með sem deiti í útskrift Evu ;) 


Vorum voðalega skotin í hvort öðru þannig Evu datt í hug að smella mynd af því :D 


***


Jább fyrsta myndin af okkur... féll klárlega fyrir leddaranum ;)


Fyrstu áramótin okkar saman 


***


Það var fljótt vitað að við vildum fara að búa saman, létum loks
verða af því 30 apríl 2013 :) 


***


Þurftum að kveðja Tönju okkar :(


Hann var ekki lengi að fara á skeljarnar :) 10 ágúst 2013 var hann sannfærður
um að ég væri sú sem hann vildi giftast! Jeijj :) 


Ég er alltaf að reyna að láta hann fá babyfever... hefur ekki enn gengið hehehe


Önnur áramótin okkar saman :) 


Stúdína með stoltan kærasta :) 


3 árum síðar og hann kann ekki enn að elda... ég er enn að reyna!


Stundum dettur honum stórfurðulega hluti í hug! Fékk þetta "gjafabréf" frá honum, hann var pottþétt búinn að gera eitthvað af sér hahah


Honum var slétt sama þó ég færi í átak, hann ætlaði ekki á sama
grasfæðið og ég! Sambandið lifði þetta af! Ótrúlegt!


Klara tók ástfóstri á honum og gerir enn :) Elskar hann næstum meira en ég!


Sumarið 2014 fórum við loks í okkar fyrstu utanlandsferð!


Til Spánar!!


Héldum uppá 2 árin þar og ákvað ég að vera rómó og loks láta verða
af því að fjárfesta í giftinga hringunum og koma honum á óvart :) 


***
Í dag búum við enn alsæl á Kjartansgötunni :) Erum reynar orðin 4 núna þar sem við bættum litlum páfagauk í fjölskylduna :) 



Takk fyrir 3 árin elsku Bensi minn :) Hlakka að eyða fleiri yndislegum árum með þér :)