9.2.16

Í tilefni valentínusardags :)

Afhverju endast nútímasambönd svona stutt? 

Hefur einhver einhvertíman veitt því eftirtekt að sambönd endast styttra en hjá ömmum okkar og öfum? Hvað er breytt? Afhverju mistekst okkur að elska til æviloka þrátt fyrir að reyna? Ætli við kunnum að elska? Eða verra, vitum við hvað það er?

Áður en ég vitna hér í yndislegan texta sem églas þá var það ónefndur einstaklingur sem lá mikið á að ræða þetta tiltekna málefni við mig og sagði "Ykkur unga fólkinu liggur svo á nú til dags, þið gefið ykkur ekki tíma til að kynnast og njóta hvors annars, það snýst allt um að byrja að búa og eignast börn, hvað með ykkur og ykkar tíma?" 

Erum við ekki undirbúin? Fyrir þær fórnir og þær málamiðlanir sem munu verða til staðar? Eða fyrir þá skilyrðislausu ást sem við fáum eða gefum? Eða erum við ekki undir það búin að gera allt til að sambandið gangi? 
Gefumst við of fljótt upp? Fær ástin ekki að þroskast með okkur? Erum við of fljót að ganga í burtu þegar illa gengur? 

Mögulega erum við ekki að leita af ást heldur einhverju allt öðru. Spennan! Við viljum hafa einhvern okkur við hlið til að gera hluti með, horfa á bíóyndir eða djamma með. Ekki einhvern sem skilur okkur, þekkir okkur að innan sem utan. 

Við eyðum tíma saman, en hvar eru minningarnar? 
Við viljum ekki lifa innantómu lífi, við viljum einhvern okkur við hlið í gegnum lífið en hugsum ekki fram í tímann, ef þessi einhver gerir okkur hamingjusöm núna, meira þarf ekki. Núið er það sem skiptir okkur máli þessa stundina. 

Hvað svo þegar spennan hverfur? Það hefur enginn undirbúið okkur undir það. Hvað skal gera næst. Á þetta ekki alltaf að vera eins og draumur? Fáum við ekki alltaf fiðrildi í magann við að hitta maka okkar?
Það hefur enginn tíma fyrir ástina. Við lifum of hratt. Við höfum ekki þolimæðina til að vinna í sambandi, þetta á bara að virka, þetta á ekki að vera vinna. Þetta á auðvitað bara að vera þæginlegt! 
Eins og umheimurinn er í dag snýst allt um að fá viðurkenningu á einhvern hátt fyrir allt sem við gerum. Myndir sem við deilum á samfélagsmiðlana, til að fá einskonar samþykki frá hinum, jafnvel fyrir maka. Afhverju?

Samt þráum við ekkert heitara í sambandinu en að vera búin að þroskast með maka okkar, hafa sterk tilfinningaleg tengsl, sem einungis þróast með árunum, þrátt fyrir að þekkja maka okkar lítið. Við viljum það allt í byrjun. Við höfum ekki tíma í þetta, á þetta ekki bara að vera til staðar? Við höfum ekki tíma fyrir ástina. 
Mannskeppnan mundi kjósa það frekar að eyða hverjum klukkutíma sólahrings með hundrað manns frekar en öllum 24 tímunum með sömu manneskjunni. Við erum félagsverur, viljum kynnast fólki og vera social. Við höfum meiri trú á að hitta fólk en að virkilega gefa okkur tíma í að kynnast því. Græðgin, við viljum allt, viljum ekki fórna neinu. Við viljum hafa möguleika, möguleikann á því að stíga jafn hratt úr sambandinu og við fórum inn í það ef eitthvað bjátar á eða eitthvað betra er til staðar. 
Við viljum ekki draga fram það besta í manneskjunni, hún á að vera fullkomin. Við hittum fullt af fólki en gefum fáum alvöru séns. Það er alltaf eitthvað...

Tæknin hefur fært okkur nær hvort öðru, á annan hátt,of nálægt. Við erum hætt að hringja eða hittast til að spjalla. Allt fer þetta nú fram í gegnum skilaboð, snapchatt og samfélagsmiðlana. Tinder.. gleymum því ekki. Við höfum ekki lengur þá þörf til að eyða tíma saman. Við fáum nóg af hvort öðru nú þegar því við erum í stöðugu sambandi. Það er ekkert eftir að tala um.

Við erum farin að sannfæra sjálf okkur um að við erum ekki gerð fyrir langtímasambönd. Við erum með skuldbindingarfælni. Við viljum ekki binda okkur of mikið. Tilhugsunin ein og sér hræðir okkur. Við getum ekki hugsað þá hugsun til enda að vera með sömu manneskjunni alla okkar ævi.

Við erum klámkynslóðin. Við aðgreinum kynlíf og ást. Eða það höldum við. Við getum stundað kynlíf án einhverra skuldbindinga. Við erum einnar nætur gaman kynslóðin. Við byrjum á kynlífinu og sjáum svo til hvort við viljum elska viðkomandi. En kynlífið er auðvelt að fá... en tryggðin?
Image result for loveNú snýst allt um að fá að ríða, ekki afþví þú elskar manneskjuna heldur vegna þess hve gott þetta þykir. Þessi tímabundna upplifun sem við höfum mikla þörf fyrir að uppfylla. Enda þykir kynlíf utan sambands ekkert hallærislegt í dag. Nú er engin bið, allt byrjar á rúminu og séð til hvort lengra verður farið eftir það. 
Nú er sambönd ekki einföld lengur, það eru opin sambönd, bólfélagar, einnar nætur gaman og engin skuldbinding. 
Við kunnum ekki að elska skilyrðislaust lengur. Við mundum ekki fljúga hinumegin á hnöttinn fyrir þann sem við elskum. Sambandinu yrði slitið sökum fjarlægðar. Ástin ræður ekki við það. Það er aldrei að fara að ganga. Við erum hrædda kynslóðin. Hrædd við að verða ástfangin, hrædd við skuldbindingar og breytingar, hrædd við að verða særð. Við hleypum engum að. Né stígum við út fyrir okkar þægindaramma og veitum skilyrðislausa ást. Við reisum veggi, leitum þar bakvið af hinni fullkomnu ást á sama tíma sem við flýjum hana þegar við finnum hana. Við ráðum ekki við þetta. Við getum ekki berað okkur svona fyrir einhverjum. Við erum of lokuð. 
Image result for love
Við kunnum ekki að meta né bera næga virðingu fyrir sambandinu. Við látum þann sem við elskum fara fyrir þann sem við hrífumst af. 
Það er ekkert við sem við getum ekki sigrað í þessum heimi! En samt getum við ekki sigrast á ástinni, sem er eitt af undistöðum í manseðlinu. Hvað skal þá gera?


-Karó

Engin ummæli:

Skrifa ummæli