14.6.15

Yndisleg 3 ár!

Góðan dag elsku þið!

Ég er í svo góðu skapi á þessum yndislega sólríka sunnudegi að mér fannst tilefni til að henda í eitt blogg! 


Skemmtilegt lag til að hlusta á ;) 



Ég fékk loks langþráð email frá Keilir á miðvikudaginn! Ég komst inn í ÍAK einkaþjálfarann!! Ég dó næstum ég varð svo glöð!! Eftir 2 ára pásu er aftur haldið á skólabekk!! Loks að læra eitthvað sem ég hef brennandi áhuga á! 



Skólinn verður sko tekinn með trompi! 


En yfir í annað gleðiefni :) Á morgun 15 júní eigum við Bensi 3 ára afmæli :D Víjj! Honum finnst alveg magnað hvað við erum búin að vera saman ógeðslega lengi, jújú þetta er góður tími, en bíddu bara Bensi minn, þetta á eftir að verða miklu fleiri ár ;) 

En þar sem við verðum að vinna á morgun og getum ekki notið dagsins saman ákváðum við að skella okkur uppí bústað um helgina og njóta okkar í botn :) Áttum yndislega leti helgi í sól og blíðu alla helgina! En ætla ekki að hafa bloggið neitt lengra en ætla að skella inn nokkrum myndum af okkur frá síðustu 3 árum! 



2012 þegar ég ákvað loks að kynna hann fyrir mömmu ;) 


Okkar fyrsta bústaðaferð :D


Bauð honum með sem deiti í útskrift Evu ;) 


Vorum voðalega skotin í hvort öðru þannig Evu datt í hug að smella mynd af því :D 


***


Jább fyrsta myndin af okkur... féll klárlega fyrir leddaranum ;)


Fyrstu áramótin okkar saman 


***


Það var fljótt vitað að við vildum fara að búa saman, létum loks
verða af því 30 apríl 2013 :) 


***


Þurftum að kveðja Tönju okkar :(


Hann var ekki lengi að fara á skeljarnar :) 10 ágúst 2013 var hann sannfærður
um að ég væri sú sem hann vildi giftast! Jeijj :) 


Ég er alltaf að reyna að láta hann fá babyfever... hefur ekki enn gengið hehehe


Önnur áramótin okkar saman :) 


Stúdína með stoltan kærasta :) 


3 árum síðar og hann kann ekki enn að elda... ég er enn að reyna!


Stundum dettur honum stórfurðulega hluti í hug! Fékk þetta "gjafabréf" frá honum, hann var pottþétt búinn að gera eitthvað af sér hahah


Honum var slétt sama þó ég færi í átak, hann ætlaði ekki á sama
grasfæðið og ég! Sambandið lifði þetta af! Ótrúlegt!


Klara tók ástfóstri á honum og gerir enn :) Elskar hann næstum meira en ég!


Sumarið 2014 fórum við loks í okkar fyrstu utanlandsferð!


Til Spánar!!


Héldum uppá 2 árin þar og ákvað ég að vera rómó og loks láta verða
af því að fjárfesta í giftinga hringunum og koma honum á óvart :) 


***
Í dag búum við enn alsæl á Kjartansgötunni :) Erum reynar orðin 4 núna þar sem við bættum litlum páfagauk í fjölskylduna :) 



Takk fyrir 3 árin elsku Bensi minn :) Hlakka að eyða fleiri yndislegum árum með þér :) 









Engin ummæli:

Skrifa ummæli