7.8.15

Ég verð líka hrifin af stelpum...

Hæ elsku yndislegu þið!


Í dag er ég rosa rosa glöð og hamingjusöm :) Ég var að kaupa allt skóladótið mitt fyrir einkaþjálfaranámið! Skólinn er að byrja á mánudaginn! Mér líður eins og ég sé að fara að byrja aftur í fyrsta bekk :O Loks komið að því að ég sé að fara að læra eitthvað sem ég hef virkilega mikinn áhuga á en ekki eitthvað sem ég þarf að læra bara afþví bara!

Allt skóladótið fékk að vera bleikt! En ekki hvað :$ Ég elska bleikan... ef það hefur eitthvað farið framhjá ykkur sem þekkið mig! 
Svo var ég líka að kaupa klípu!! Sem sagt til að mæla fituprósentu! 
Búið að vera draumur að læra að fitumæla og lét loks verða af því í gær að læra það! Fór svo beint útí Hreysti í dag og keypti líka þessa fínu klípu sem ég á eftir að nota óspart ;) 


Hversu fínt?? :D En gaman að segja frá því að ég er að fara að prófa að þjálfa 2 vinkonur mínar eftir helgi. Búin að setja upp æfinga og matarplan fyrir þær, sem ég sjálf er líka að fara eftir þennan mánuðinn :) Fæ svo að mæla þær fyrir og eftir til að sjá árangurinn! En nóg í bili um einkaþjálfarann.. gæti talað um hann í allt kvöld þannig... stoppum þetta bara núna! 

Yfir í annað mjög svo persónulegt, svona í tilefni helgarinnar :) 

Gaypride er yndisleg helgi í alla staði fyrir allt og alla :) Ég elska að búa á Íslandi þessa helgi og sjá Íslendinga koma saman til að fagna fjölbreytileikanum. 

Þessi helgi er mér mjög mikilvæg :) Kannski ekki margir sem vita það, enda er ég ekkert að kynna mig með nafni og kynhneigð minni, en ég kom út úr hálfum skápnum árið 2009. Nánar tiltekið 26 desember. 
Já góðu lesendur, ég verð líka hrifin af stelpum. 

Ég hef oft fengið að heyra það að það sé ekki hægt að vera fyrir bæði kynin. Þú ert bara annað hvort lessa eða hommi... ekkert þar á milli! En hvernig getur það þá verið að ég er bara fyrir bæði kynin? Mér er alveg sama hvort viðkomandi sé með píku eða typpi ef mér finnst viðkomandi manneskja aðlaðandi... ég horfi á stelpur nákvæmlega sömu augum og ég horfi á stráka. Don't get me wrong ég slefa ekki yfir öllum! En ef mér finnst einhver aðlaðandi er ég lítið að spá í kyninu... that's how it is og mér finnst það bara allt í lagi :) 



Byrjum frá byrjun og hefjum sögu kynhneigðar minnar... 

Well byrjum á því að enginn vaknar bara sem hommi, lessa eða bæjari... við fæðumst þannig! Ég vissi þetta strax í grunnskóla þegar ég komst á kynþroskan og við stelpurnar fórum að skoða strákana. Ég átti það til að horfa þannig á stelpur líka.
Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja nokkrum manni frá þessu.. ekki einusinni bestu vinkonu minni! Svo mikið skammaðist ég mín fyrir þetta, hélt að það væri bara eitthvað að mér. Ég reyndi lítið að pæla í þessu og eignaðist minn skammt af kærustum (sem entist í sólahring til viku hahah) og allt í góðu með það en mig langaði rosalega til að kyssa stelpu... bara svona hvernig ætli það sé? 
Ég var forvitin. And I did :) Þó þetta hafi bara verið smá tilraunastarfsemi hjá okkur þá staðfesti þetta enn frekar fyrir mér að ég hefði sama áhuga á stelpum og ég hafði á strákum.

Grunnskólinn leið og ég fór úr honum með kærasta sem var kominn í framhaldsskóla. 2006 fór ég í framhaldsskóla. Þar átti ég góða vinkonu sem var samkynhneigð. Hún var með stelpu og mér fannst það svo eðlilegt! Hékk mjög mikið með þeim og öðrum samkynhneigðum stelpum. Mér leið betur með sjálfa mig og sannfærðist um að það væri ekkert að mér! En af einhverjum ástæðum þorði ég ekki fyrir mitt litla líf að koma úr skápnum... ekki séns! 



Árið 2009 endaði mjög illa hjá mér. Ss mjög slæm sambandsslit sem ég átti mjög erfitt með að komast út úr. En allt gekk þó að lokum og mér leið eins og þungu fargi hafi verið létt af mér... að mestu. Eftir þessi sambandsslit fór ég á smá tilraunaskeið, skulum bara kalla "það"það. Ég var ekki enn komin út úr skápnum en ég var farin að laumupúkast :) haha. 

26 desember er ég svo á leiðinni á djammið í Reykjavík með vinkonum mínum, Kamillu og Nedu. Af einhverjum ástæðum ákvað ég að þetta yrði dagurinn sem ég kæmi út! 

Ég man svo vel eftir því að sitja inní herbergi og hugsa um þetta í hringi. Hvernig á ég að segja fólki þetta... hverjum á ég að segja þetta? Pabbi er frami... byrjum á pabba!
Well pabbi hélt ég væri að djóka! Ætli hann haldi það enn í dag??? :O

Næst sagði ég Kamillu frá þessu og ég hefði alveg eins getað sagt henni að ég andaði... Hún hafði vitað þetta allan tímann haha :) 

En mikið var yndislegt að hafa komið þessu frá mér, viðurkennt þetta fyrir öðrum en fyrst og fremst fyrir sjálfri mér! 

En í dag fæ ég viðbrögð við því ef ég segist vera by.. "Haaa í alvöru?, Þú berð það ekki utan á þér? " Neiiii á maður að líta eitthvað spes út ef maður er by... óoóó ég gleymdi þeim kafla í bókinni "how to become a bysexual" hahah 

Ég er ekki mikið að auglýsa þetta enda finnst mér kynhneigð fólk alls ekki eiga að skipta máli.. ég er ekki verri persóna þó mér finnist stelpur líka aðlaðandi! En mér finnst alltaf jafn skemmtilega merkilegt hvað fólk verður hissa þegar það kemst að þessu um mig... Ég ber þetta víst ekki utan á mér ;) Hahah 


Afhverju er ég þá með strák núna? Well hann bara kom og var með typpi... svo var hann bara svoldið sætur og svo varð hann líka bara skemmtilegur og sætari þannig ég fór bara að deita hann þó hann var ekki með pjöllu og brjóst... 
Hann heldur því þó fram að ég sé lessa... 
Ég held það sé satt hjá honum... mig vantar bara einhvern mann á heimilið til að drepa kóngulærnar og negla nagla og færa húsgögn og svona man stuff...;) 

End of story! 


Verum góð við allt og alla, sama hvaða kyni þau laðast að :) Þó þau fæðist í vitlausum líkama, þá er það bara allt í lagi, tæknin býður uppá að fixa það! Við erum öll manneskjur og viljum bara öll elska og vera hamingjusöm með þeim sem við viljum vera með og í þeim líkama sem við áttum að fæðast í/fæddumst í.  One love :)!