20.5.15

Heiða

Góðan dag elsku þið :) 

Í dag er góður dagur og litla 3 manna fjölskyldan mín er að fara að stækka í dag! Lítið páfagaukakrútt er að fara að koma inn á heimilið :) Hann heitir Mjási og erum við mjög spennt að fá nýjasta fjölskyldumeðliminn til okkar :) 




Ég hef oft hugsað um að skrifa þetta blogg.. en aldrei komið því í verk... afhverju? Ég veit ekki, held mér finnist erfitt að segja frá þessu, deila þessu með almenning eða eitthvað álíka. 

Flestir þekkja nú til Heiðu, sem lenti í hjartastoppi í 20 mínútur og varð vart hugsað lífi eftir þetta. 
Hún Heiða er náskyld frænka mín. Móðir hennar og amma mín eru systur. Þannig já við erum náskyldar. Ég ólst upp með henni þar sem ég var mikið í pössun hjá ömmu og hún oft í heimsókn. 
Heiða var alltaf stóra frænka mín sem ég leit upp til. Fyrirmynd mín. 
Gullfalleg, gáfuð og gekk vel í lífinu. Flutti til Barcelona til að mennta sig og svona má lengi telja. 
Var til staðar þegar ég gekk í gegnum mjög erfið sambandsslit og var fljót að rétta fram hjálparhönd og bjóða mér að koma og búa hjá henni úti í Barcelona... Falleg að innan sem utan!

Ég man því eins og það hafi gerst í gær þegar ég fékk fréttirnar um að Heiða hafi farið í hjartastopp. Dáið í heilar 20 mínútur! 
Ég sat bara og gapti, upplýsingarnar voru eitthvað að ströggla í heilanum á mér. Er hún að fara að deyja? Verður hún bara í öndunarvél þar til hún verður tekin úr sambandi? Hvað er að gerast?
Fáir fengu að hitta hana á spítalanum, sem er skiljanlegt, en ég man hversu sárt mig langaði að hitta hana, taka utan um hana, spjalla við hana. Hvað ef þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi hana? 

Svo komu fréttirnar að þetta væri bara búið og nú ætti hún að fara á líknardeild. Nú var bara ein leið útúr þessu og það seinasta sem ég sæi af henni væri ofan í líkkistu. 
Reiðin sem ég fann fyrir þá stundina var ólýsanleg. Þetta getur ekki bara endað svona. Eftir allan þann tíma sem hjartað stoppaði en samt var henni náð til baka, búið? 
Ég fékk þessar fréttir á fimtudagskvöldi og ég fór til Reykjavíkur daginn eftir til Bensa. 

Ég er ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar og bældi þetta inní mér í lokuðu boxi! Sagði Bensa frá því sem væri að fara að gerast og mér liði rosalega illa yfir þessu öllu saman. 
Laugardagskvöldið var svo planað smá stelpudjamm. Og kæru lesendur, ekki drekka í þessu ástandi. Tekílaskotunum rigndi ofan í mig og ég man ekki neitt þetta kvöld nema þegar heim var komið. Ég grét eins og ungabarn á klósettgólfinu heima yfir því að nú væri frænka mín bara farin! Nú ættum við bara að bíða eftir að hún deyji! Ég var svo reið og sár að ég vissi ekkert í minn haus! Bara grét og grét. 

Man ekki hvenær ég fékk síðan þær fréttir, mjög fljótlega þó eftir þetta að hætt væri við að færa Heiðu inn á líknadeild því henni hafði brugðið, eða hreyft tærnar. Man þetta ekki alveg í réttri röð. En hún fór að sýna merki um að hún væri enn þarna! 
Hamingjan var ólýsanleg! Og á hverjum degi kom ég spennt heim úr skólanum til að spurja um nýjar fréttir af Heiðu. Þær voru ekki margar, en nokkrar og hamingjan hjá fjölskyldunni leyndi sér ekki. 

Svo var það einn daginn að ég mætti í vinnu að ég fæ þær fréttir að Heiða sé vöknuð. Ég horfði vantrúuð á manneskjuna sem sagði mér þessar fréttir og fullvissaði hana um það að ef svo væri vissi ég af því. En mér brá engu að síður og hringdi í mömmu sem tjáði mér það að hún væri víst ekki vöknuð. 

Hún vaknaði þó nokkru síðar! Heiða var vöknuð. Og það sem meira var að eftir að hún var flutt á Grensás mátti ég fara og hitta hana. 

Þegar ég svo loks gekk inn á stofuna til hennar langaði mig að öskra og gráta og hlægja á sama tíma, stökkva uppí rúm til Heiðu og knúsa hana og kreista! En hafði nú hemil á mér og faðmaði hana varlega að mér :) 

Framundan var svo langt ferli hjá henni og eins og flestir vita er hún núna úti í Indlandi í stofnfrumumeðferð. Snorri kærasti Heiðu er svo yndislegur að blogga um allt ferlið og hvernig henni gengur og mun ég vera honum ævinlega þakklát fyrir allt! 
Ef það væri ekki fyrir hann og rétt viðbröð á réttum tíma væri Heiða eflaust ekki með okkur hér í dag. 
Ég fylgist spennt með blogginu og tísti eins og lítil smástelpa í hvert skipti sem ég les um eitthvað nýtt sem Heiða nær að gera! 



Elsku Snorri, þú ert hetja! 

Nú vil ég auðvitað enda bloggið á að byrjað er að safna í styrk fyrir Heiðu. Reykjavíkur maraþonið. 
http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=33508


Einnig vil ég benda þá þessa síðu fyrir ykkur sem viljið fylgjast með Heiðu útí Indlandi. Snorri er snilldar bloggari hehe :) 

Takk fyrir að lesa elsku þið :) Kveð í bili með annað blogg í huga sem kemur vonandi fljótlega og verður jafn þungt og þetta hehe :) 

Elskum hvort annað og verum góð við hvort annað. Við vitum aldrei hvernær einhver kveður okkur í hinsta sinn.