Góðan dag elsku þið og gleðilegt sumar!
Það var alls ekki leiðinlegt að vakna í morgun og sjá þessa gulu skýna og tréin á sínum stað! Logn og sól á Íslandi... hvað er það??
Ég var því ekki lengi að koma mér frammúr og henda mér í æfingagallann og skottast á æfingu því ég ætlaði klárlega að nýta daginn úti!
Ég er búin að vera á einhverju algjöru leti trippi... gjörsamlega ekki fyrir mitt litla líf nennt að hlunkast í ræktina! 2 vikur og 2 æfingar held ég... not my thing... en það sama hvað ég starði fast á íþróttafötin mín þá neituðu hendurnar og restin af líkamanum að bregðast við og klæða mig í gallann...
Þannig hausinn á mér er búinn að hringsnúast í miljón hringi hvort ég eigi í alvöru að fara að vinna við þetta.. er ég búin að missa allan áhugann á þessu?
Engar áhyggjur, ég er bara búin að vera löt! Ég settist loks niður og skellti nýju æfingarplani á blað. Var orðin svo hundleið á hinu planinu sem ég var með að mig hryllti við að fara í ræktina... þannig nýtt plan, nýjar æfingar og ný ég...
Djók það er ekkert að mér eins og ég er hahah :) Bara nýjar áskoranir og sama ég!
Eftir mjög svo góða æfingu voru hjólin okkar Bensa dregin úr geymslunni, dustað af þeim rykið, pumpað í dekkið og lagt af stað!
Hjóluðum í þessu líka fína veðri niður á tjörn og gáfum öndunum brauð, og mávunum.. þeim finnst brauð líka gott hehe :)
Fannst rosa gaman að sjá hvað miðbærinn lifnaði við um leið og sólin fór að skína!
Eftir um 2 tíma hjólatúr ákváðum við að vera fyrirmyndar leigendur og sópuðum allar stéttar sem tilheyra okkar húsi :) þannig nú er orðið flott og fínt fyrir utan hjá okkur! Klara fékk að fara í útibúrið sitt og situr þar enn og neitar að koma inn... fleiri en við mannfólkið glaðir að fá sólina!
Kvöldið fer svo í að grilla pinnamat og spila kannski smá PS4 ;)
Eigiði yndislegt kvöld elsku fólk