17.11.14

Smá miðnæturblogg..

Gott kvöld elsku fólk... eða góða nótt kannski bara :) 

Mér brá þegar ég sá hvað það er langt síðan ég bloggaði! Bara búið að vera of mikið að gera, afsakið mig! 

Margt og mikið er búið að vera að gera hjá mér en aðalega er ég bara búin að vera að vinna eins og geðsjúklingur þar sem ég er farin að stunda utanlandsferðirnar eins og fagmaður! Kíkt var til Spánar í sumar með famelíunni í 3 vikur að sleikja sólina :) 


Svo fyrir viku síðann lá leið mín til Brighton í helgarferð með vinnunni! Já ég vinn á besta vinnustað í heimi sem bíður okkur til útlanda í stað þess að halda árshátíð og jólahlaðborð! Hversu osom!! 


Næst á dagskrá, eða eftir 12 daga takk fyrir pent, er Kanadaferð! Rúm vika í mollinu með Vuku minni!! Ég gæti dáið ég er svo spennt!! 


Haha ein gömul og góð af okkur vinkonunum frá því 2007! 

En frá Brighton: 
Við lögðum af stað 9 stelpur kl 8 um morguninn. Við vorum varla lentar þegar við vorum búnar að losa okkur við töskurnar og stauluðumst á verslunargötuna allar vopnaðar pening og tómum flugfreyjutöskum :) Ég var reyndar rosa slök í búðunum sökum þess að ég er á leiðinni til Kanada. En helling var verslað og þurfti að kaupa undir okkur auka tösku þar sem einni datt í hug að versla sér fullt af skópörum! Haha :) Ferðinni lauk svo á sunnudagskvöldi. 9 uppgefnar stúlkukindur á flugvellinum með alltof mikið af farangri ;) 


Fjör í flugvélinni :) 


Lentar í London að bíða eftir rútubílstjóranum!
Vorum mjööög óþolimóðar hehe :) 


Tópaspelinn fékk að ganga hringinn haha :) 


Round 1 í búðunum!!


Auðvitað var farið á McDonalds :) 


Deildi herbergi með þessum 2 vitleysingum! Haha :) 


Á leið út að borða fyrsta kvöldið okkar :) 





Stelpurnar ákváðu að hafa "Bínukvöld" án mín og keyptu sér
andlitsmaska í bréfum! Þetta var það sem leyndist í bréfinu hennar
Elvu! Held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið og þegar hún var að 
leika sér með þetta framan í sér!!


Úti að borða á Ítölskum stað :D Fékk pasta fyrir 3 úff 


Og það var McDonalds í morgun, hádegis og kvöldmat hjá okkur haha 


Fór í Top Shop og sá þennan líka hræðilega jakka! Hann var næfaþunnur, 
skrjáfaði í honum og með rifna ermi! 12 þúsund kall takk fyrir mig! 
Keypti hann ekki btw hahah


Himnaríki í New Look!!


Út að borða á laugardagskvöldinu :) Í splúnku nýju dressi :D


Skálað í kokteila :) 


Klárlega uppáhalds drykkurinn minn :) Cosmopolitan!


Aldrei á minni ævi mun ég aftur panta mér fisk í útlöndum!
Ekki nóg með að hann var með haus heldur voru öll beinin 
í honum og hann bragðaðist eins og hann væri búinn að liggja 
í 2 vikur inní ískáp... skilaði honun og fékk mér steik hahah


Fékk svo nóg af búðarrápi á sunnudeginu og kíkti niður á ströndina 
í líka svona æðislegu veðri :) 


Og endaði daginn á að skella mér í tívolí! EIN hahah :) 


En klárlega það leiðinlegasta við utanlandsferðir er að þurfa að koma heim
og ganga frá öllu dótinu! Og þvo allann þvottinn! 

Yndisleg ferð í alla staði og skemmti mér mjög vel! 
Hefði misst mig aðeins meira í búðarápinu en ákvað að spara mig fyrir 
Kanaaaadaaaaa!! 

Lengra verður þetta ekki í kvöld því ég er farin að sofa!
Ást á ykkur